Sunnudagur 22. maí, 2022
10.8 C
Reykjavik

Hvorki Icelandair né flugmenn svara gagnrýni á framkomu við flugfreyjur

Helgarviðtalið

- Auglýsing -

Orðrómur

- Auglýsing -

Hvorki talsmenn Icelandair flugfélagsins né formaður Félags íslenskra atvinnuflugmanna, FÍA, vilja tjá sig um gagnrýni á framkomu þeirra við flugfreyjur félagsins í harðri kjarabaráttu þeirra við flugfélagið. Flugmenn bæði í Evrópska Flutningamannasambandinu og Norræna Flutningamannasambandinu hafa sagt framkomu stjórnenda og flugmanna Icelandair gagnvart flugfreyjum til háborinnar skammar.

Bæði flugmannafélögin sendu frá sér yfirlýsingar þar sem uppsagnir Icelandair á öllum flugfreyjum félagsins voru harðlega gagnrýnt. Það var ekki síður gagnrýnt að félagið ætlaði að skipta þeim út fyrir flugmenn sem samþykktu að ganga í þeirra hlutverk tímabundið sem svokallaðir öryggisliðar. Að flugmenn Icelandair hafi samþykkt að ganga í störf flugfreyjanna er þeim til minnkunar að mati starfsbræðra þeirra á norðurlöndunum og í Evrópu.

Mannlíf óskaði viðbragða hjá Icelandair við gagnrýninni en félagið segist ekki telja ástæðu til að svara þessari gagnrýni. „Varðandi fyrirspurn þína, þá höfum við ekki séð ástæðu til að bregðast við þessu sérstaklega,“ segir Ásdís Ýr Pétursdóttir, samskiptastjóri Icelandair, í svari til Mannlíf.

Mannlíf hefur einnig leitað viðbragða hjá Jóni Þór Þorvaldssyni, formanni FÍA, en án árangurs.

Jón Þór Þorvaldsson, formaður FÍA. Mynd / Skjáskot RÚV

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.
Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -