Fimmtudagur 18. apríl, 2024
1.5 C
Reykjavik

Í áfalli eftir ránstilraun með hníf á Hringbraut

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Maður á þrítugsaldri var handtekinn í vesturborginni í morgun eftir að hann hafði gert þrjár ránstilraunir vopnaður hnífi.  Maðurinn veitti handtökunni ekki mótspyrnu og hlýddi skipunum lögreglu. Engum varð líkamlegt mein af brotahrinu mannsins né handtöku lögreglu. Maðurinn var vistaður í fangageymslum í þágu rannsóknar málsins, eins og segir í tilkynningu lögreglunnar.

Kona sem varð fyrir ránstilraun mannsins lýsir lífsreynslunni í færslu í hópnum Vesturbærinn á Facebook. Þar segir hún að hún og unnusti hennar hafi verið í áfalli eftir atvikið, hvetur hún fólk til að læsa bílum sínum þegar það er á ferð.

„Við Ari lentum í skelfilegri lífsreynslu núna áðan, við vorum stopp á rauðu ljósi á Hringbrautinni þegar maður í annarlegu ástandi er að ganga yfir götuna og æðir hann þá að bílnum og rífur upp hurðina hjá Ara með hníf á lofti og beinir hnífnum að hálsi Ara og skipar honum að fara út úr bílnum.

Hann var mjög ógnandi og ég hélt að hann ætlaði að stinga Ara, okkur var hrikalega brugðið, einhvern veginn nær Ari að ýta honum frá bílnum og loka og læsa hurðinni og keyra af stað. Við hringdum strax í lögregluna og hún var komin eftir 5 mínútur, við gátum gefið nokkuð nákvæma lýsingu hvernig hann leit út.

Víkinga sveitin og fleiri bílar komu á staðinn. Við erum komin heim og erum í algjöru áfalli.
Lögreglan var að láta okkur vita að hann náðist, og við þurfum að gefa skýrslu.

Ástæðan fyrir að ég er að segja ykkur frá þessu er sú að það þarf greinilega alltaf að læsa bílnum sínum þegar maður er á ferðinni. Ég hélt að svona gerðist bara í útlöndum,” segir konan.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -