Miðvikudagur 27. mars, 2024
-0.2 C
Reykjavik

Í góðum málum – Í slæmum málum

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Í góðum málum

Tannlæknirinn Heimir Hallgrímsson, sem er í guðatölu hér á landi eftir að hafa aðstoðað Lars Lagerbäck við að koma karlaliði Íslands á Evrópumótið og síðan komið liðinu á Heimsmeistaramótið fyrir nokkrum árum, er heldur betur í góðum málum. Á dögunum var tilkynnt að Heimir hafi verið ráðinn aðalþjálfari karlaliðs Jamaíka í knattspyrnu en liðið er í 62 sæti á heimslistanum, einu sæti fyrir ofan Ísland. Heimir hefur verið eftirsóttur síðustu ár en hann þjálfaði katarska félagið Al-Arabi en hann yfirgaf liðið á síðasta ári og hefur undanfarið verið ráðgjafi Hermanns Hreiðarssonar hjá ÍBV í Bestu deild karla. Eyjamaðurinn tekur með sér þaulvana menn en Helgi Kolviðsson verður aðstoðarþjálfari og Guðmundur Hreiðarsson verður markmannsþjálfari liðsins. Þá verður Þjóðverjinn Sebastian Boxleitner styrktarþjálfari liðsins eins og þegar Heimir þjálfaði Ísland. Spennandi verður að sjá hvort Heimir nái að koma Jamaíka á HM, sem þá yrði í annað skipti sem liðið kæmist á það mót.

Í slæmum málum

Flokkur fólksins er í nokkuð slæmum málum þessa stundina. Fyrst kom upp úr dúrnum að varaþingmaður flokksins tengdist hinu hræðilega hrossaníðsmáli á Borgarnesi þar sem svo virðist vera að illa hafi verið farið með hross af eigendum þeirra. Sagðist Inga Sæland, formaður flokksins hafa fengið algjört sjokk þegar hún frétti að varaþingmaður flokksins tengdist málinu. Þá var dóttir varaþingmannsins einnnig tengd málinu en hún var í framboði fyrir Flokk fólksins í síðustu Alþingiskosningum og hefur unnið trúnaðarstörf fyrir flokkinn. Voru þær báðar beðnar um að stíga til hliðar sem þær og gerðu. En þetta er ekki það eina sem skekið hefur flokkinn undanfarið en þrjár konur úr flokknum stigu fram á Akureyri og lýstu lítilsvirðandi framkomu í sinn garð og í sumum tilfellum kynferðislegri áreitni af hendi karlmanna í forystu flokksins fyrir norðan. Varaformaðurinn Guðmundur Ingi Kristinsson gaf út yfirlýsingu þar sem hann sagðist vilja boða til stjórnarfundar þar sem farið yrði yfir alvarlegar ásakanir um ólíðandi framkomu í garð kvenleiðtoga flokksins á Akureyri. Nú er bara spurning hvað næsta skref Ingu Sæland verði en hún er þekkt fyrir að ganga hreint til verks.

Hægt er að lesa nýjasta blað Mannlífs hér.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -