Miðvikudagur 7. desember, 2022
-2.2 C
Reykjavik

Í góðum málum / Í slæmum málum

Helgarviðtalið

- Auglýsing -

Orðrómur

- Auglýsing -

Í góðum málum

Tónlistarmaðurinn Auðunn Lúthersson, öðru nafni Auður, er í mjög góðum málum í augnablikinu enda var hann að gefa út glænýtt lag með þjóðargersemi Íslands, Bubba Morthens. Lagið heitir Tárin falla hægt og þykir passa vel við söngvarana en Bubbi hefur ekki alltaf verið allra enda verið óheflaður og opinn um eiturlyfjaneyslu fyrri ára sinna. Auður dró sig í hlé eftir að ásakanir komu fram á samfélagsmiðlum árið 2021 þar sem hann var sagður stigið yfir mörk nokkurra kvenna. Hann viðurkenndi síðar að hafa farið yfir mörk ungrar konu árið 2019. En nú er hann sem sagt kominn aftur á ról og byrjar af krafti en búast má við að nýja lag þeirra félaga muni skríða hægt og rólega upp vinsældarlista útvarpsstöðvanna eins og fyrri lög þeirra beggja. Af tilefni útgáfu lagsins sagði Auður: „Það er heiður að gera lag með þjóðarskáldi. Þegar Bubbi bað mig um að vinna með sér gat ég ekki annað en sagt já. Sem krakki mæmaði ég með Utangarðsmönnum, spilaði á luftgítar, hoppaði í rúminu og þóttist vera á sviði einn inni í herbergi. Fjöllin hafa vakað er fyrsta lagið sem ég lærði á gítar. Núna er ég að gefa út lag með honum.“ Bubbi sagði af sama tilefni: „Frá því ég heyrði í Auð í fyrsta skipti vissi ég að þarna væri kominn listamaður sem hefði vægi. Og ég hugsaði: Ég verð að vinna með honum einn daginn.“ Fallegt.

Í slæmum málum

Vináttan er í slæmum málum þessi dægrin. Nánast í hverri viku birtast fréttir af vinaslitum þekktra einstaklinga sem áður voru óaðskiljanlegir, þannig séð. Fyrstur í þessari bylgju var  sjálfur seðlabankastjórinn, Ásgeir Jónsson sem sleit vináttu sinni við verkfræðinginn og tónlistarmanninn Val Arnarsson. Eða hann „unfriendaði“ Val á Facebook vegna misheppnaðs (að mati Ásgeirs) gríns á kostnað Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra. Valur tók vinaslitinum við seðlabankastjórann ekki illa og sagði af því tilefni: „Mikið væri nú gott ef stýrivextirnir hans unfrienduðu mig líka.“
Stuttu síðar kom frétt sem fæstir bjuggust nokkurntímann við að lesa, enda voru líkurnar stjarnfræðilega litlar að slíkt gæti gerst. Aldargömlu vinirnir Davíð Oddsson, fyrrverandi seðlabankastjóri og hitt og þetta og núverandi ritstjóri Morgunblaðsins, og Jón Steinar Gunnlaugsson fyrrverandi hæstaréttardómari, slitu vináttu sinni. Sagði dómarinn fyrrverandi frá þessu sorglega máli í hlaðvarpsþætti Sölva Tryggvasonar þar sem hann sagði að þeir fyrrum BFF hefðu ekki talast við í meira en ár. Sagði hann meðal annars í þættinum: „Hann hætti bara að tala við mig og hefur líklega farið í fýlu út í mig. Hann hefur ekki fengist til að segja mér hvað veldur þessum vinslitum. Kannski af því að ég lét ég í ljósi andúð mína á meðferð hæstaréttar á broti þar sem bankamenn voru dæmdir umvörpum í fangelsi fyrir umboðssvikabrot.“ Á dauða mínum átti ég von á en ekki þessu. En Davíð hefur þó alltaf Hannes.
Nýlegasta dæmið í þessari bylgju vinaslita eru slit vináttu Birgis Hólm Björgvinssonar, fyrrverandi gjaldkera Sjómannafélags Reykjavíkur og Jónasar Garðarssonar, þáverandi formanns Sjómannafélagsins. Þeir félagar höfðu ávalt verið einmitt það, félagar og studdi Birgir við bakið á Jónasi er hann strandaði bát sínum með þeim afleiðingum að tvennt lést. En í hlaðvarpsþættinum Sjóarinn sagði Birgir frá vinslitunum en vildi ekki fara nánar út í málið að svo stöddu. Vonandi líkur hér með vinaslitum merkilegra einstaklinga og öll dýrin í skóginum haldi áfram að vera vinir. Svona eins og Bubbi og Auður.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.
Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -