Föstudagur 19. apríl, 2024
1.1 C
Reykjavik

Í góðum málum/Í slæmum málum

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Í góðum málum

Í góðum málum um þessi dægrin eru auðvitað tugþúsundir íslenskra aðdáenda sápuóperunnar frá Ástralíu, Nágranna en nýlega var tilkynnt um endurkomu þáttanna, nokkrum mánuðum eftir að lokaþátturinn fór í loftið. Mikil sorg greip um sig fyrr á árinu víða um heim, síst minna á Íslandi en annars staðar, er tilkynnt var að framleiðendur þáttanna hyggðust hætta með þá eftir 37 farsæl og skemmtileg ár á skjánum.

Dramatískar ljósmyndir birtust í blöðunum sem sýndu grátandi leikara og örvinglaða starfsmenn Ramsey-strætis þegar fréttirnar voru að berast um slaufun á þáttunum, fyrr á árinu. Undirskriftarsöfnun var sett af stað þar sem framleiðendurnir voru grátbeðnir um að hætta við að hætta með þættina. Það bara ekki árangur sem skyldi og var lokaþátturinn sýndur fyrir nokkrum mánuðum. Þar snéru gamalkunnug andlit til Ramsey-strætis en þættirnir eru þekktir sem stökkpallur fyrir kvikmyndastjörnur framtíðarinnar. Í lokaþættinum mátti sjá heimsfrægar stjörnur á borð við Kylie Minogue, Guy Pearce, Natalie Imbruglia, Margot Robbie og Jason Donovan. Þar mátti einnig sjá hinn stórkostlega Harold Bishop snúa aftur í gömlu götuna sína.

En nú eru sem sagt blikur á lofti. Amazon Freevee hefur ákveðið að framleiða þættina á nýja leik en fyrstu þættirnir verða sýndir um mitt næsta ár. Þannig að íslenskir (sem og aðrir) aðdáendur Nágranna geta svo sannarlega tekið gleði sína á ný og byrjað að hlakka til að sjá Susan og Karl Kennedy aftur á skjánum, sem og Paul Ramsay, Körtuna og hvað sem þau öll heita og óskað sér að þeir ættu slíka nágranna sjálfir.

Í slæmum málum

Ráðherrar á Íslandi eru í slæmum málum. Mikið hefur mætt á þeim undanfarið enda mikið gengið á. Fyrsti ráðherrann sem kemur upp í hugann er sjálfsagt Bjarni nokkur Benediktsson fjármálaráðherra. Um daginn kom nefnilega út skýrsla Ríkisendurskoðunar á sölunni á hluta af hluti ríkisins í Íslandsbanka. Skýrslan var kannski ekki kolsvört en hún að að minnsta kosti steingrá og varla Bjarna til framdráttar þó auðvitað sýnist sitt hverjum.

- Auglýsing -

Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra hefur líka verið í eldlínunni vegna óvæginnar meðhöndlunar ráðuneytis hans á flóttafólki en hann lét eins og þekkt er orðið, reka 13 flóttamenn frá landinu, þar af einn fatlaðan mann í hjólastól. Og nýjasta dæmið er frá rússnesku hjónunum Anton og Viktoriu sem send voru út í óvissuna til Ítalíu eftir að hafa verið neitað um dvalarleyfi hér á landi, þrátt fyrir mikla tengingu við landið. Mótmæli hafa verið haldin vegna stefnu Jóns í innflytjendamálum en ljóst er þó að ráðherrann á sér marga bandamenn í „virkum í athugasemdum“ fjölmiðlanna.

Þá hefur Katrín Jakobsdóttir hefur einnig legið undir ámæli í tengslum innflytjendamál ríkisstjórnarinnar enda er hún skipstjórinn á skútunni og hefur lengi talað fyrir breyttri stefnu í þeim málum en þykir hafa gefið furðu mikið eftir félögum sínum í Sjálfstæðisflokknum.

Þá er alveg hægt að nefna Svandísi Svavarsdóttur líka því hún hefur verið gagnrýnd af dýravinum undanfarnar vikur fyrir hægagang í dýraverndarmálum á borð við það sem upp kom í Bæjarsveit í Borgarfirðinum en lengi vel virtist Matvælastofnun sem heyrir undir matvælaráðherrann, lítinn áhuga hafa á málinu og kvartaði Steinunn Árnadóttir hestakona og organisti yfir svaraleysi Svandísar en sú fyrrnefnda hafði þá sent henni marga pósta varðandi illa meðferð dýranna á bænum.

- Auglýsing -

Pistill þessi er úr nýjasta tölublaði Mannlífs sem hægt er að grípa ókeypis í Bónus og Hagkaupum á Höfuðborgarsvæðinu og nágrenni. Þá er einnig hægt að lesa blaðið í rafrænni útgáfu hér.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -