Þriðjudagur 4. október, 2022
8.8 C
Reykjavik

„Í grundvallaratriðum er þetta kónga- og drottningastand auðvitað fáránlegt og siðlaust“

Helgarviðtalið

- Auglýsing -

Orðrómur

- Auglýsing -

Egill Helgason fjölmiðlamaður segir að þó Elísabet heitin drottning hafi sýnt reisn alla ævi þá sé það bæði fáránlegt og siðlaust að halda úti konungsdæmi. Egill skrifar á Facebook:

„Við stöldrum við andlát Elísabetar vegna þess að hún hefur einhvern veginn alltaf verið til. Á sama tíma og Churchill og De Gaulle, hún hitti Bítlana, hún upplifði Sex Pistols og Margréti Thatcher og svo Díönu og loks Boris Johnson. Á hennar tíma misstu Bretar nýlendurnar og konungdæmið breyttist í sápuóperu til brúks í Ameríku.“

Hann segir að öll ætt hennar sé full af vitleysingum, bæði hvað varðar forfeður en einnig afkomendur. „Hún kom úr forríkri forréttindafjölskyldu sem hefur oft orðið uppvís að mikilli græðgi. En það verður að segjast eins og er að Elísabet bar af í þessum hópi – hún hafði reisn. Forverar hennar á valdastóli, faðir, föðurbróðir, afi og fleiri voru mun lakari menn en hún. Sumir voru hreinræktaðir vitleysingar. Það sama á við um afkomendurna – þeir eru ekki mikilla sanda eða sæva. En í grundvallaratriðum er þetta kónga- og drottningastand auðvitað fáránlegt og siðlaust. Vive la république!“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.
Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -