Miðvikudagur 29. júní, 2022
12.8 C
Reykjavik

Íbúar miðborgarinnar vilja færa skemmtanalífið út á Granda: „Við krefjumst svefnfriðar“

Helgarviðtalið

- Auglýsing -

Orðrómur

- Auglýsing -

Íbúar í miðborg Reykjavíkur eru ósáttir með hávaða sem myndast frá skemmtistöðum og börum á svæðinu. Stofnaður hefur verið Facebook hópur undir nafninu Kjósum hávaðann burt: „Andóf íbúa og annarra hagsmunaaðila í miðbænum gegn hávaða frá næturlífi,“ stendur í lýsingu hópsins. Einnig hefur verið gerður undirskriftarlisti þar sem mótmælt er að barir og kráir komist upp með það að „blasta tónlist“:

„Við sem eigum heima í miðborg Reykjavíkur, hótel- og gististaðaeigendur og allir aðrir sem eiga hagsmuna að gæta mótmælum harðlega að barir og krár komist upp með það að blasta tónlist út á götu og spila dúndrandi dansmúsík fram til hálf fimm á morgnana í miðri íbúabyggð án þess að yfirvöld aðhafist nokkuð í málinu. Um hverja helgi megum við þola yfirgengilegan hávaða frá þessum stöðum, sem heldur vöku fyrir fólki og spillir heilsu þess. Slíkir barir skipta orðið tugum í miðbænum og eru margir þeirra í raun diskótek í húsakynnum sem uppfylla engan veginn þær kröfur sem Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkurborgar gerir til hljóðeinangrunar.“

Við í miðbænum krefjumst þess tafarlaust:

  • að íbúar miðborgarinnar sitji við sama borð og aðrir borgarbúar;
  • að þar til bær yfirvöld framfylgi þeim lögum og reglum sem í gildi eru;
  • að gerð sé sú krafa til kráa og skemmtistaða að hljóðvist sé með þeim hætti að nágrannar verði ekki fyrir ónæði;
  • að þeir sem brjóta 4. grein Lögreglusamþykktar sæti viðurlögum og þurfi að greiða dagsektir, allt að kr. 500.000 á dag þar til úr er bætt, í samræmi við reglugerð umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytisins um hollustu og mengunarvarnir frá 2008;
  • að þessir staðir séu umsvifalaust sviptir veitingaleyfi við ítrekuð brot;
  • að opnunartími bara og kráa í miðbænum sé styttur til muna;
  • að fundin sé varanleg lausn á þessum vanda með því að koma slíkum stöðum fyrir á hentugri stöðum utan almennrar íbúðabyggðar, t.d. á Grandanum.

 

Mynd: Facebook

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.
Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -