2019 | Birtingur útgáfufélag ehf | k.t. 620867-0129 | VSK.nr 11788 | Síðumúla 28 | Allur réttur áskilinn. Notkun á efni miðilsins er óheimil án samþykkis.

Íbúasamtök Miðborgar Reykjavíkur skora á borgarstjórn að bjarga Bíó Paradís

Stjórn Íbúasamtaka Miðborgar Reykjavíkur (ÍMR) skorar m.a. á borgarstjórn, ráðherra og eigendur Hverfisgötu 54 á að finna lausnir til að koma í vef fyrir lokun Bíó Paradís.

Benóný Ægisson, formaður samtakanna, birtir áskorunina, m.a. á Facebook. Í henni segir að missirinn yrði mikill ef bíóinu verður lokað. Í áskoruninni segir að bíóið sé mannlífsmiðstöð þar sem fjölbreyttar kvikmyndir eru sýndar og menningarfræðsla fer fram. Til stendur að loka Bíó Pardís 1. maí.

Áskorun ÍMR má lesa í heild sinni hér fyrir neðan:

Stjórn Íbúasamtaka Miðborgar Reykjavíkur skorar á borgarstjórn Reykjavíkur, menntamálaráðherra, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra og eigendur Hverfisgötu 54 sem hýsir Bíó Paradís, einkahlutafélagið Karl Mikla, að finna lausn á húsnæðisvandræðum kvikmyndahússins svo síðasta miðbæjarbíóið geti verið áfram á sínum stað og geti gegnt menningarhlutverki sínu.

AUGLÝSING


Bíó Paradís, sem er að mestu rekið fyrir sjálfsaflafé hefur svipað menningarlegt hlutverk fyrir kvikmyndir og Þjóðleikhúsið fyrir leiklist, Harpa fyrir tónlist og Listasafn Íslands fyrir myndlist en allar þessar stofnanir eru í miðborg Reykavíkur, þó eins og Bíó Paradís þjóni þær öllu höfuðborgarsvæðinu og í raun landinu öllu. Í Bíó Paradís er lögð áhersla á listrænar myndir svo fyrsta fjölsalabíóhús landsins hentar afar vel því margar myndanna ganga aðeins í skamman tíma. Þá hefur í Bíó Paradís verið lögð áhersla á íslenskar myndir, leiknar og heimildamyndir og myndir frá öðrum málsvæðum en því enska, reglulega eru haldnar þar kvikmyndahátíðir og þar hafa grunnskólanemendur fengið kvikmyndafræðslu.

Það er ósk stjórnar ÍMR að fundin verði viðunandi lausn á framtíðarekstri Bíó Paradísar og gerðar verði nauðsynlegar endurbætur á húsinu því það væri mikill missir ef þessi mannlífsmiðstöð hyrfi úr miðbænum.

Sjá einnig: Stofnaði undirskriftalista í von um að bjarga Bíó Paradís – „Þetta er ekki bara bíóhús“

Lestu meira

Annað áhugavert efni

Nýjast á Mannlíf.is

Nýjast á Gestgjafanum