Fimmtudagur 28. mars, 2024
-4.2 C
Reykjavik

Icelandair rak afturhluta vélarinnar í flugbrautina: „Svona nokkuð er sjaldgæft en getur gerst“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -
Flugvél Icelandair rak afturhluta vélarinnar í flugbrautina á Keflavíkurflugvelli í febrúar. Vélinni var flogið strax eftir atvikið í sjö og hálfa klukkustund til Seattle í Bandaríkjunum. Hún komst heilu og höldnu á áfangastað án frekari vandkvæða. Hugað var að vélinni í Bandaríkjunum og henni flogið aftur til Íslands á tilsettum tíma.

Má heyra höggið og sjá hristinginn

Atvikið átti sér stað 26. febrúar. Farþegi tók atvikið upp og birti á YouTube. Á mínútu 2:30 má heyra höggið og sjá hristinginn þegar afturhluti vélarinnar rakst í flugbrautina.

Í skriflegu svari Icelandair kemur fram að atvikið teljist minni háttar.

„Í flugtaki frá Keflavíkurflugvelli 26. febrúar síðastliðinn snerti afturhluti flugvélar flugbraut lítillega. Svona nokkuð er sjaldgæft en getur gerst. Á þeirri flugvélategund sem um ræðir er þar til gerður púði staðsettur undir stélinu til þess að verja hana fyrir svona snertingu. Ákveðið var í samráði við viðhaldsstjórnstöð að halda fluginu áfram en ekki var um alvarlegt tilvik að ræða og engin hætta á ferð. Engar skemmdir urðu á vélinni en viðgerð á öryggispúðanum var framkvæmd á áfangastað, í Seattle, áður en vélin snéri til baka til Keflavíkur.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -