Fimmtudagur 6. október, 2022
6.8 C
Reykjavik

Iðrast eftir áratug: „Vildi óska að ég hefði haft hugrekki – Málið hefur lengi hvílt þungt á mér“

Helgarviðtalið

- Auglýsing -

Orðrómur

- Auglýsing -

Magnús Orri Schram skrifar á Facebook-síðu sína að hann vilji „biðjast afsökunar á mínum hlut í Landsdómsmálinu.“

Hann iðrast þess að hafa tekið þá ákvörðun að það hafi verið rétt að vísa málum Geirs H. Haarde, Árna M. Mathiesen og Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur, til Landsdóms.

Dómur féll í málinu í apríl árið 2012, og því hefur Magnús Orri haft nægan tíma til að velta þessu fyrir sér. Og hefur nú komist að endanlegri niðurstöðu, sem er eftirsjá og afsökunarbeiðni.

Magnús Orri sat árin 2009 og 2010 fyrir hönd Samfylkingarinnar í þingmannanefnd sem hafði það hlutverk að fjalla um skýrslu Rannsóknarnefndar Alþingis.

Komst meirihluti nefndarinnar að þeirri niðurstöðu að höfða ætti mál gegn fjórum fyrrverandi ráðherrum í ríkisstjórn Samfylkingar og Sjálfstæðisflokks.

„Ég vil biðjast afsökunar á mínum hlut í Landsdómsmálinu Fyrir tólf árum ákvað meirihluti Alþingis að vísa máli Geirs H. Haarde til landsdóms. Á þeim tíma sat ég á Alþingi og í nefnd þingmanna sem fjallaði um Rannsóknarskýrsluna og hvernig ætti að taka á lögum um ráðherraábyrgð.

- Auglýsing -

Mín afstaða var þá að rétt væri að vísa málum Geirs H. Haarde, Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur og Árna M. Mathiesen til Landsdóms. Þeirri ákvörðun sé ég eftir.“

Hann segir einnig að „í dag vildi ég óska þess að ég hefði haft hugrekki til að tala fyrir því að umfjöllun um ábyrgð ráðherra hefði lokið á vettvangi nefndarinnar. Á sínum tíma lét ég andann í þjóðfélaginu hafa áhrif á mína afstöðu, þegar það hefði verið rétt ákvörðun að vísa engum málum til Landsdóms.“

Bætir við:

- Auglýsing -

„Ég er sannfærður um að þau sem voru til umfjöllunar – Geir H. Haarde, Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, Árni M. Mathiesen og Björgvin G. Sigurðsson, hafa unnið að heilindum við erfið störf í yfirþyrmandi aðstæðum.

Ég hef persónulega beðið þau afsökunar á ábyrgð minni og vil einnig gera það hér, með opinberum hætti.

Ég var nýlega spurður að því hvort ég væri enn sömu skoðunar varðandi ákvörðun nefndarinnar og Alþingis, um að vísa málum ráðherranna til Landsdóms og svarið er að ég er það ekki. Málið hefur lengi hvílt þungt á mér og þótt ekki sé hægt að taka aftur þessi mistök þá er mikilvægt að gangast við þeim.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.
Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -