Föstudagur 1. desember, 2023
0.1 C
Reykjavik

Íhugar að rukka íslenska nagladekkjanotendur um 20 þúsund á ári

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Til greina kemur að rukka þá Íslendinga sem nota nagladekk um sérstakt gjald og horfir Umhverfisstofnun til Noregs sem fyrirmynd í þessum efnum sem lið í áætlun um loftgæði. Þar nemur gjaldið 20 krónum yfir veturinn.

Þorsteinn Jóhannsson, sérfræðingur í loftgæðum hjá Umhverfisstofnun, segir í samtali við Fréttablaðið að til mikils sé að vinna þar sem breytingin myndi draga úr svifryki og sliti á götum.

„Það hefur verið gagn­rýnt að svona gjald yrði lands­byggðar­skattur en það er ekki þannig. Þetta yrði skattur á þá sem búa á höfuð­borgar­svæðinu og væri hægt að út­færa þannig að gestir á nöglum borgi dag­gjald, líkt og að leggja við stöðu­mæli,“ segir Þorsteinn.

Alexandra Briem, formaður borgarráðs Reykjavíkuborgar, vonast til þess að tillagan um nagladekkjagjald nái fram að ganga:

„Við höfum kallað eftir að­ferðum til að draga úr notkun nagla­dekkja, sporna við svif­ryki og minnka slit á götum,“ segir hún.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -