Miðvikudagur 10. ágúst, 2022
10.8 C
Reykjavik

Illa búið fólk í lífsháska á Laugaveginum: „Farþegarnir mínir munu aldrei gleyma þessum leiðangri“

Helgarviðtalið

- Auglýsing -

Orðrómur

- Auglýsing -

Hjalti Björnsson, leiðsögumaður og þaulreyndur björgunarsveitamaður, segir að algjört neyðarástand hafi skapast í dag á Laugaveginum, á milli Landmannalauga og Þórsmerkur, vegna aftaka veðurs. Nú í kvöld þurfti að flytja 90 manns til byggða.

Hjalti segir á Facebook að ótrúlega margir hafi verið illa búnir og því sumir hætt komni vegna ofkælingar. „Fréttir af Laugaveginum. Skítaveður var í dag á þessari fallegu leið. Hrikalega margir vanbúnir og lenti fjöldi manns í gríðarlegum vanda vegna ofkælingar. Hiti var um 0°C og vindur 18-20 m/sek. og mikil rigning,“ segir Hjalti.

Hann segir suma hafa þurft að fara á sjúkrahús, svo mikil var kuldinn. „Hópur sem ég leiddi fyrir Arctic Adventures stóð sig hrikalega vel. Komum  alvarlega ofkældum einstaklingum til aðstoðar og í skjól þar til Björgunarsveit gat sótt þau og komið þeim á sjúkrahús,“ segir Hjalti.

Bjarta hlið málsins er hins vegar frábær viðbrögð þeirra sem stóðu að björguninni. „Þegar þetta er skrifað þá er Southcoast Adventure  að flytja um 90 manns úr Emstum til byggða. Segja má að algjört neyðarástand hafi skapast hér í Emstrum og stóðu skálaverðir Ferðafélag Íslands  þau Guðbjörn Gunnarsson  og Sesselja Kristjansdottir  sig afburða vel. Farþegarnir mínir munu aldrei gleyma þessum leiðangri.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.
Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -