Þriðjudagur 19. mars, 2024
0.8 C
Reykjavik

Illugi vill afnema guð: „Hann endar alltaf á því að gera út hnífamenn“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Illugi Jökulsson vill afnema guð.

Illugi Jökulsson, rithöfundur og fjölmiðlamaður skrifaði nokkuð harða Facebook-færslu í kjölfar frétta af hnífaárás sem gerð var á rithöfundinn Salman Rushdie í New York-borg í gær.

Birti hinn skeleggi fjölmiðlamaður frétt af árásinni og skrifaði eftirfarandi texta við:

„Í meira en 30 ár hefur Rushdie verið í meiri eða minni felum af því hann móðgaði trúarnöttara. Ég efast ekki um að sá sem réðist að honum með hnífslögum í New York í gær sé fullkomlega einlægur trúmaður. Það er kominn tími til að afnema guð. Hann endar alltaf á því að gera út hnífamenn.“

Færslan féll heldur betur í kramið en yfir 160 hafa líkað við hana. Þó nokkrir skrifa athugasemdir við hana en sitt sýnist hverjum.

Sigursteinn Másson skrifaði til varnar Guði: „Hefur óttalega lítið með almættið að gera held ég. Það er frekar að það þurfi að afnema brögðin illu sem trúarbrögð eru.“

- Auglýsing -

Martin nokkur er ansi heimspekilegur í sinni athugasemd: „Ef aðeins guð væri uppruni eða eina viðfang trúar. Það er hins vegar í eðli okkar að trúa á alls kyns fyrirbæri og alls konar kreddur. Trúin blindar okkur svo fyrir hlutlægum raunveruleika og hamlar samkennd okkar.

Við þurfum að efla samkennd, auðmýkt og forvitni fyrir öllu mögulegu.“

Ísak skrifaði einnig athugasemd: „“Að stúta Guði, svo að stútarar stúti ekki“??? Er það ekki ofsatrú líka?“
Guðmundur nokkur svaraði Ísak með stuttu svarið: „Nei.“



Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -