Föstudagur 6. desember, 2024
-4.2 C
Reykjavik

Inga Sæland segir ríkisstjórnina bera ábyrgð á dauðsföllum ungs fólks: „Gerir mig bara fokilla“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Í gær hélt Heimildin kappræður á milli flokkanna fyrir komandi Alþingiskosningar og var Lilja Dögg Alfreðsdóttir mætt fyrir hönd Framsóknarflokksins eins og góðum varaformanni sæmir. Talið barst fljótlega að heilbrigðismálum en Willum Þór Þórsson, þingmaður Framsóknarflokksins, hefur verið heilbrigðisráðherra síðan 2021 og vildi Lilja meina að Willum hafi náð góðum árangri á kjörtímabilinu.

Nefndi Lilja að biðlistar væru styttri, efnaminni börn gætu farið í tannréttingar, greiðsluþátttaka sjúklinga hafi lækkað og nýtt þjóðarsjúkrahús væri í byggingu.

Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, var vægast sagt ósátt með orð Lilju og hélt langa ræðu þar sem ríkisstjórn Íslands var meðal annars sökuð um að bera ábyrgð á andláti ungs fólks.

„Hvað haldiði að sé mikið af auknum legurýmum í nýja Landspítala háskólasjúkrahúsi við Hringbraut, dýrustu framkvæmd Íslandssögunnar í heilbrigðismálum?“ spurði Inga og svaraði sjálf. „Ekki eitt einasta. Það fjölgar ekki um eitt einasta legurými og hvernig stendur á því að ennþá eru yfir 100 aldraðir sem liggja í dýrustu leguúrræðum á Íslandi inn á Landspítala háskólasjúkrahúsi? Hvernig stendur á því að hundruðir einstaklinga eru að deyja hér á biðlista undanfarin ár? Það eru yfir 700 einstaklingar sem eru að bíða eftir því að komast á sjúkrahúsið Vog. Yfir 700 einstaklingar og við vitum að unga fólkið okkar er að deyja hér á biðlistum og það er í boði þessarar fráfarandi handónýtu ríkisstjórnar. Það er algjörlega ábyrgð stjórnvalda. Hvernig stendur á því að fólkið okkar kemst ekki í nauðsynlega læknisþjónustu? Að hlusta á þetta innantóma blaður gerir mig bara fokilla, svo ekki sé meira sagt. Ég er búin að vera í sjö ár alþingsmaður á Alþingi Íslendinga og að þurfa horfa upp á það hvernig innviðirnir eru að molna niður og hlusta á svo á möntru um að hér sé allt saman standandi styrkum fótum á meðan stór hluti samfélagsins er að lepja dauðann úr skel og margir hverjir eru að missa húsnæði sitt. Þetta er nú aldeilis ábyrgt fólk, sem er nú vert að koma aftur til starfa. Ég segi nei, takk!“

Miðað við kannanir er líklegt að Flokkur fólksins fái í kringum 10% atkvæða og verður mögulega í lykilstöðu þegar kemur að stjórnarmyndun eftir komandi alþingiskosningar.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -