Þriðjudagur 15. október, 2024
6.7 C
Reykjavik

Ingibjörg Sólrún telur þörf á aðgerðum: „Ofbeldi gegn konum er eins og farsótt“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Ingibjörg Sólrún mætti í Silfrið til ræða jafnrétti á Íslandi.

Í Silfrinu í gær voru ýmis málefni ræddi eins og venjan er og var snert á jafnrétti kynjanna á Íslandi og ræddu Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, fyrrverandi ráðherra og borgarstjóri, og Sonja Ýr Þorbergsdóttir, formaður BSRB, um ofbeldi gegn konum. „Ofbeldi gegn konum er eins og farsótt, sem við verðum að takast á við með sömu alvöru og aðrar farsóttir. Eins og við gerðum með Covid, eða hvað það nú er,“ sagði Ingibjörg Sólrun í Silfrinu þegar hún var spurð um hvað væri brýnast að laga þegar kemur að jafnrétti kvenna á Íslandi. Þá nefndi hún einnig laun í umönnunarstéttum í því samhengi.

Undir orð Ingibjargar tók Sonja Ýr. „Þegar við erum með rannsókn eftir rannsókn sem sýna sömu tölfræði, þá er alveg ljóst að þetta er faraldur, eins og Ingibjörg nefndi. Þá þarf að bregðast við því með sama alvarleika eins og við við gerðum í Covid-faraldrinum,“ sagði Sonja.

„Rót vandans eru gerendur, það verður að beina sjónum að gerendum, og útrýma ofbeldinu með þeim hætti. Besta bóluefnið er fræðsla,“ sagði Sonja Ýr. „Það hefur verið mjög alvarleg umræða um kynfræðslu, sem búið er að berjast fyrir í áratugi og er mjög mikilvæg. Það er eitt af bóluefnunum.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -