Laugardagur 14. september, 2024
8.8 C
Reykjavik

Ingunn semur ljóðabálka um Tomma og skilaboðin; „Meðvirk er flokksins móðir, mærir hinn gamla mann“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -
Ingunn Sigmarsdóttir birti mikla ljóðabálka í hópnum Boðnarmjöður á Facebook í dag en þar birta meðlimir hópsins frumsamin ljóð eftir sjálfan sig. Vöktu bálkar Ingunnar gríðarleg viðbrögð en lang flestir voru ánægðir með þá á meðan nokkrir töldu um níðvísur að ræða sem ekki ættu heima í hópnum.

Fyrri ljóðabálkurinn fjallar um skilaboð Tómasar A. Tómassonar, þingmanns Fólks flokksins sem komst í fréttirnar en þar montar hann sig af að hafa sofið hjá bæði nuddkonu sinni og 26 ára konu, í Tælandi. Seinni bálkurinn snýst um viðbrögð Ingu Sælands og  Ljóðabálkarnir birtast hér í heild sinni með leyfi Ingunnar:

Nuddkonu mér fékk í morgun

Mikil var sælan þá.
Samdægurs seinna gegn borgun
sængaði annarri hjá.

Hún var svo létt og liðug.
Ég lét hana vigtina á.
Kornung, krúttleg og sniðug
í karlrembu veski að ná.

Svo var hún fátæk og fögur
fislétta stelpuskott.
Af matarskorti svo mögur.
en mikið var kynlífið gott.

Ég er svo vestrænn og vitur.
Valdið er allt hjá mér.
Hvernig hún stendur og situr
skipunum hlýða ber.

Mér finnst svo gaman að gorta.
Grobbað við vini ég hef.
Þó kunni mig skilning að skorta
skít í það bara ég gef.

Smart fannst mér smokklaus að ríða
Í smithættu pældi ekki hót.
Dýfði folanum fríða
Í fallega hlýðna snót.

Ég er svo gamall og graður
gráðugur, ríkur og snjall.
Voldugur merkismaður
montinn, háttsettur karl.

Kræfur ég kræki í píu.
Kroppinn flottan ég hef
Á fundum fæ ég mér kríu.
Á fullum launum þar sef.

Framhaldið:

Um húrrandi klikkaðar kuntu
Á Klausturbar talað var.
En hvað með þó tælenska truntu
Tómas hitti á bar?

Ég er jú formaður flokksins
Fólkið virða mig skal.
Þó Tommi sakni ekki smokksins
og sóðalegt gerist hans tal.

Jóna og séra Jóna
jafningar teljast seint
og klúður flokksins flóna
er flókið og misvel meint.

Illmælgi um flokksins frúna
fordæma skulum við öll.
En tökum því tómlega núna
Þó Tómas gleðji sinn böll.

Fátæk fislétt dama
fjarlægu landi í.
Henni er sjálfsagt sama
þó subbukarl gorti af því.

Voru stelpur stykki tómt
er stingandi væri í?
Telst það ennþá fínt og frómt
að fleipra og gorta af því?

Eru það bara fínar frúr
sem friðhelgi eiga að njóta?
Og þingmaðurinn tryggur trúr
í trausti þess má hrjóta?

Meðvirk er flokksins móðir
mærir hinn gamla mann.
Stuðningsmenn, styrkir, góðir
standa upp og verja hann.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -