Laugardagur 3. desember, 2022
-0.2 C
Reykjavik

Ingunn sú eina sem stoppaði þegar tvær konur slösuðust í bílveltu: „Nístingskuldi og ömurlegheit“

Helgarviðtalið

- Auglýsing -

Orðrómur

- Auglýsing -

Ingunn Bylgja Einarsdóttir er undrandi á þeim sem keyrðu framhjá slæmri bílveltu án þess að stoppa í gær.

Ingunn Bylgja var að keyra á Möðrudalsöræfum í gær þegar hún kom að bílslysi en bíll hafði oltið illa. Var bíllinn að hennar sögn í klessu og tvær konur skríðandi í kringum hann þegar hana bar að. Ingunn stökk út úr bílnum og hringdi strax á 112. Nokkrir bílar keyrðu framhjá slysstaðnum án þess að stoppa. „Þar sem ég var að hlaupa flughálan slakkann, með 112 í eyrunum, heyrði ég og fann að það keyrði bíll framhjá. Á þessari sömu stundu lá önnur konan í jörðinni og hin að hamast við bílinn. Ég bara skildi þetta ekki. Fleiri bílar fóru hjá meðan ég mataði 112 og reyndi að sinna báðum konunum sem voru bæði slasaðar og í miklu áfalli. Nístingskuldi og ömurlegheit,“ sagði Ingunn í samtali við Mannlíf.

Byrjaði Ingunn á að taka þær upp í bílinn sinn og keyra að gatnamótum við Vopnafjörð þar sem þær biðu eftir sjúkrabíl. „Þegar þeim var orðið heitt, tók ég þær út í ástandsskoðun og allt nokkuð gott miðað við allar velturnar. Bar samt á minnisleysi og panikki,“ sagði Ingunn og bætti við að vegna þess að enginn stoppaði, hefði hún þurft gert þetta allt ein, ástandsskoða þær, spyrja þær spjörunum úr varðandi slysið, áverka, líðan og miðla á 112. „Þegar það tókst, stoppaði loks fyrsti bíllinn. Og auðvitað voru það útlendingar.“

Að lokum sagði hún að þrátt fyrir allt hafi stærsti ótti þeirra þó ekki snúið að heilsunni: „Þetta voru sambýliskonur frá Georgíu og þær voru svo hræddar um að geta ekki borgað lögreglu, sjúkrabíl eða læknisþjónustu. Grétu bara og grétu útaf því. Ég bað þær lengstra orða að hafa ekki áhyggjur af því. Önnur var ferðatryggð og hin búin að borga skatta í sirka fimm mánuði hérna,“ sagði Ingunn og vildi bæta við í lok samtalsins þakklætinu til viðbragðsaðilanna: „Elsku fólkið í lögreglunni og sjúkrabílnum voru til fyrirmyndar.“

Þess ber að geta að hver sá sem kemur að slysi og veit að fólk er í neyð, ber skylda samkvæmt íslenskum lögum að veita hjálp. Samkvæmt Samgöngustofu eru eftirfarandi atriði réttu viðbrögðin komi maður að slysi og í þessari röð:

1. Tryggja öryggi á slysstað og koma í veg fyrir meiri skaða.

- Auglýsing -

2. Meta umfang slyssins og veita neyðarhjálp sé þess þörf.

3. Tilkynna um slys í 112 og kalla eftir nauðsynlegri hjálp.

4. Að veita skyndihjálp

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.
Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -