Miðvikudagur 7. desember, 2022
0.1 C
Reykjavik

ÍR hefur slitið leikmannasamningi við Tylan Birts – Ákærður fyrir nauðgun árið 2016

Helgarviðtalið

- Auglýsing -

Orðrómur

- Auglýsing -

Stjórn körfuknattleiksdeildar ÍR hefur rift leikmannasamningi við Tylan Birts en leikmaðurinn var árið 2016 var hann ákærður fyrir annarrar gráðu nauðgun.

Eins og fram kom í nýlegri frétt Mannlífs var nýr amerískur leikmaður karlaliðs körfuknattleiksliðs ÍR ákærður fyrir annarrar gráðu nauðgun árið 2016 ásamt vini sínum. Ákærunni á hendur vini hans var vísað frá en Tylan játaði gegn því að fá vægari dóm.

Sjá einnig: Leikmaður ÍR ákærður fyrir nauðgun og viðurkenndi líkamsárás: „ÍR, er ekki allt í góðu hjá ykkur?“

Tylan Jamon Birts sem nýlega gekk til liðs við körfuknattleikslið ÍR var árið 2016, þegar hann var 19 ára, ákærður ásamt vini sínum, Ermias Tesfia Nega, fyrir annarrar gráðu nauðgun en þriðji vinurinn, Bradley Newman Jr. var ákærður fyrir aðra gráðu innrás í friðhelgi einkalífsins. Drengirnir voru allir leikmenn körfuknattleiksliðs Lindenwood háskólans í Missouri.

Málsatvik

Málsatvik voru þau að Nega, sem bjó í íbúð Newman ásamt Birts, fékk konu í heimsókn og átti við hana samþykkt samræði. Skrapp hann svo fram og sagði þeim Newman og Birts að hún væri „tilbúin“ fyrir þá. Birts er þá sagður hafa farið inn í svefnherbergið þar sem konan lá og haft við hana samræði á meðan Newman horfði á. Konan fór að gruna að hún væri ekki að stunda kynlíf með Nega og kveikti ljósið og sá þá hið sanna. Þá sá hún einnig hvar Newman sat út í horni, nakinn og hafði verið að horfa á. Samkvæmt skýrslu lögreglufulltrúans S. Kaiser viðurkenndi Birts við yfirheyrslu að hann vissi að konan hefði ekki vitneskju um að hann væri sá sem væri að stunda kynlíf með henni. Sagði hann einnig að Newman hefði horft á. Í skýrslunni stendur að konan hafi sagt að þegar hún gekk á Nega með það sem gerst hafði hafi hann sagt henni að ef hún myndi segja frá þessu yrði það hún sem yrði smánuð fyrir þetta og að hún ætti ekki að tilkynna þetta né tala um þetta. Nega viðurkenndi við yfirheyrslu að hann hefði skroppið fram og þegar hann hafi snúið aftur inn í herbegið hafi konan verið í sjokki og með tárin í augunum.

Ermias Nega, Brad Newman og Tylan Birts
- Auglýsing -

Kærunni á hendur Nega var vísað frá en Birts, nýji leikmaður ÍR játaði sök gegn vægari dómi. Var hann því dæmdur fyrir minniháttar líkamsáras eða þriðja gráðu árás. Hlaut hann tveggja ára skilorðsbundinn dóm og þurfti að vinna samfélagsvinnu í 50 klukkustundir. Þá þurfti hann að greiða allan sakarkostnaðinn. Saksóknarinn í málinu, hjá St. Charles sýslu sagði að saksóknararnir taki kærum um kynferðisbrot alvarlega en eftir að hafa kíkt vel yfir allar hliðar málsins, hafi verið nauðsynlegt að draga úr kærunum.

Stjórn körfuknattleiksdeildar ÍR sendi Mannlífi eftirfarandi yfirlýsingu vegna málsins:

ÍR og Tylan Birts, bandarískur leikmaður meistaraflokks karla, hafa sameiginlega ákveðið að slíta leikmannasamningi. Tylan leikur ekki fleiri leiki með liðinu. ÍR mun ráða annan bandarískan leikmann í hans stað og er frétta af því að vænta á næstunni.

- Auglýsing -

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.
Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -