Íris Stefanía Skúladóttir var gestur í Mannlega þættinum á Rás 1 þar sem hún ræddi ýmislegt sem tengist kynvitund og kynhegðun.
Í viðtalinu greinir hún frá því að hún sé að halda námskeið og heitir það Kynveran og er haldið í Kramhúsinu en það þróaðist út frá lokaverkefni hennar í LHÍ sem heitir „Þegar ég fróa mér.“
Afbökun
Hún segir að samfélagið setji mikinn þrýsting á karlmenn á að fullnægja konum en telur mikilvægt að konur þekki líkama sinn og geti borið ábyrgð á eigin fullnægingum. „Narratívan segir í gagnkynhneigðu samfélagi, sem við tölum út frá því miður, sé karl, kona, typpi og píka og svo gerist fullnæging,“ sagði Íris og að kynlífshandritið gagnist engum kynjum.
Hins vegar geti skortur á þessari narritívu hjálpað mikið. „Þess vegna fá samkynhneigðar konur sex til sjö sinnum fleiri fullnægingar í kynlífi en gagnkynhneigðar. Þær fá miklu meiri fullnægingu en gagnkynhneigðar konur. Gagnkynhneigðar konur fara inn í kynlíf og bara: Ég veit hvað ég á að gera, ég á að liggja, fæ typpi inn í mig, skipti kannski um stellingar, svo fær hann það og þetta er búið. Við erum að reyna að afbaka það.“
Karlar sem misskilja
En að tala svo opinskátt um kynlíf eins og Íris gerir hefur haft neikvæðar afleiðingar í för með sér. Nefnir hún þá sérstaklega karlmenn á börum sem hafa alvarlega misskilið verk hennar og gefið í skyn að hún sofi hjá öllum sem vilja.
„Þá segja þeir: Þú fílar að totta,“ sagði Íris. „Ég bara: Úff. Því ég er að valdefla mig og konur þá langar mig að sjúga á þér typpið? Ég nenni þessu ekki.“