Fimmtudagur 5. desember, 2024
-0.2 C
Reykjavik

Ísa­bella ekki lengur alein og vinalaus: „Ég ekki nógu stór orð yfir hversu þakklátar við erum“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Sædís Hrönn Samúelsdóttir, móðir Ísabellu Vonar, segir þær mæðgur hafi fundið fyrir ótrúlegum viðbrögðum frá samfélaginu eftir að þær stigu fram og greindu frá ofbeldinu sem Ísabella varð fyrir.

„Það hefur gefið okkur svo mikið að sjá hvað þetta hefur snert marga og best af öllu að sjá hvernig börnin bregðast við þessu,“ segir Sædís Hrönn í færslu í Facebook-hópnum Góða systir. „Margir krakkar hafa komið til okkar með gjafir, falleg kort, blóm, nammi, bangsa, orkusteina, falleg skilaboð, teiknað myndir, gefið knús, sýnt mikinn samhug og stuðning og vilja vera vinir hennar Ísabellu.“

Sjá einnig: Dóttir Sædísar reyndi að svipta sig lífi eftir einelti í Hafnarfirði:„Hún er enn þá uppi á spítala“

Líkt og Mannlíf greindi frá dvaldi 12 ára dóttir Sædísar nýverið á sjúkrahúsi eftir að hafa reynt að svipta sig lífi. Ísabella Von hafði orðið fyrir langvarandi einelti í Hafnarfirði og ofbeldi af hálfu jafnaldra sinna og hefur stúlkan unga ekki mætt í skólann lengi.

Gerendur í eineltinu voru bæði samnemendur Ísabellu í Hraunvallaskóla í Hafnarfirði sem og krakkar úr öðrum skólum. Ísabella Von hefur ítrekað verið sagt að svipta sig lífi. Hún segir að eineltið hafi staðið yfir í rúmt ár en um þrjátíu krakkar hafa tekið þátt í því. Bæði er um að ræða samnemendur hennar í Hraunvallaskóla í Hafnarfirði og krakka úr öðrum skólum.

„Mjög margir sem tóku þátt í eineltinu hafa beðist afsökunar á að hafa komið illa fram við hana, séð eftir öllu og vilja bæta henni það upp,“ segir Sædís, móðir Ísabellu Vonar. „Margir sættust og urðu vinir aftur og voru góð hvort við annað sem var æðislegt. Flottir krakkar sem eiga allt gott skilið.“

- Auglýsing -

Sjá einnig: Netverjar æfir vegna fréttar RÚV: „Sagði enginn bara „Heyrðu er þetta ekki of langt gengið?“

Þær mæðgur segjast ótrúlega þakklátar Íslendingum sem margir hafi boðist til að aðstoða við að létta Ísabellu Von lífið með einhverjum hætti.

„Ég á ekki nógu stór orð yfir hversu þakklátar við erum öllu þessu frábæra fólki sem hefur stutt okkur mæðgur. Börn eru oft ekki að flækja hlutina og Ísabella Von sjálf segir einfaldlega „takk elskan““

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -