Föstudagur 19. apríl, 2024
1.8 C
Reykjavik

Ísak Harðarson ljóðskáld er látinn

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Ljóðskáldið og rithöfundurinn Ísak Harðarson lést á Landspítalanum í gær eftir snörp veikindi. Ísak var 67 ára gamall.

Forlagið skrifar svo um Ísak á síðu sinni: Ísak Harðarson er fæddur í Reykjavík 1956. Hann lauk stúdentsprófi 1977 og stundaði síðan nám við Kennaraháskóla Íslands auk íslenskunáms við Háskóla Íslands. Fyrsta bók Ísaks, ljóðabókin Þriggja orða nafn, kom út árið 1982. Í kjölfarið fylgdu margar fleiri ljóðabækur, smásagnasöfn, skáldsaga og endurminningabók. Ljóð hans komu einnig út í safnritinu Ský fyrir ský árið 2000. Ísak hefur samið söngtexta og ljóð hans verið flutt með tónlist; ljóð eftir hann hafa einnig birst í erlendum tímaritum og sýnisbókum. Ísak hefur um árabil verið ötull þýðandi og hefur þýtt fjölda bóka úr ensku og Norðurlandamálum á íslensku. Ljóð og sögur Ísaks hafa frá fyrstu tíð vakið athygli og fengið mikið lof. Hann hefur hlotið verðlaun úr Rithöfundasjóði Ríkisútvarpsins og árið 2011 var tíunda ljóðabók hans, Rennur upp um nótt, sem kom út 2009, tilnefnd til Bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs.

Illugi Jökulsson rithöfundur og fjölmiðlamaður skrifaði um Ísak á Facebook síðu sinni en þeir þekktust lítið persónulega en Illugi kveðst hafa borið virðingu fyrir honum.

„Ísak Harðarson er dáinn, langt fyrir aldur fram. Hann kom fram á sjónarsviðið sem skáld 1982 þegar hann fékk viðurkenningu AB fyrir ljóðabókina Þriggja orða nafn. Þar í voru þessi tvö ljóð sem birtust í Lesbók Morgunblaðsins þá um haustið, held ég þau fyrstu sem birtust eftir hann í blaði eða tímariti. Mér finnst einhvern veginn eins og þau feli, hvort á sinn hátt, í sér svo margt um það sem á eftir fór. Ísak var afar gott skáld og ég votta alla mína samúð fólki hans og ástvinum. Ég þekkti hann ósköp lítið persónulega en bar virðingu fyrir honum og fannst alltaf eins og orðið „einarður“ hefði verið búið til um hann.“

Mannlíf sendir fjölskyldu Ísaks og vinum innilegar samúðarkveðjur.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -