Björn Birgisson bendir á stýrivaxtaspá Íslandsbanka fyrir næstu viku og veltir fyrir sér hvar stýrivextirnir væru komnir ef hlustað hefði verið á kröfur um mun meiri hækkanir launa er Starfsgreinasambandið og Samtök atvinnulífsins sömdu í desember.

Hinn orðhvassi samfélagsrýnir Björn Birgisson skrifaði færslu í dag á Facebook þar sem segir frá spá Íslandsbanka um stýrivexti Seðlabankans fyrir næstu viku en útlitið er svart. Veltir hann fyrir sér ástandinu ef samið hefði verið um hærri laun er SGS samdi við SA í desember, eins og „háværar raddir heimtuðu“.
„Greining Íslandsbanka spáir því að Seðlabankinn muni hækka stýrivexti um 75 punkta í næstu viku þannig að þeir fari úr 6,5 prósentum í 7,25 prósent.