Fimmtudagur 23. mars, 2023
-2.1 C
Reykjavik

Íslandsbanki spáir hækkun stýrivaxta í næstu viku: „Nú er gott að vera gamall og skuldlaus!“

Helgarviðtalið

- Auglýsing -

Orðrómur

- Auglýsing -

Björn Birgisson bendir á stýrivaxtaspá Íslandsbanka fyrir næstu viku og veltir fyrir sér hvar stýrivextirnir væru komnir ef hlustað hefði verið á kröfur um mun meiri hækkanir launa er Starfsgreinasambandið og Samtök atvinnulífsins sömdu í desember.

Björn Birgisson.

Hinn orðhvassi samfélagsrýnir Björn Birgisson skrifaði færslu í dag á Facebook þar sem segir frá spá Íslandsbanka um stýrivexti Seðlabankans fyrir næstu viku en útlitið er svart. Veltir hann fyrir sér ástandinu ef samið hefði verið um hærri laun er SGS samdi við SA í desember, eins og „háværar raddir heimtuðu“.

„Greining Íslandsbanka spáir því að Seðlabankinn muni hækka stýrivexti um 75 punkta í næstu viku þannig að þeir fari úr 6,5 prósentum í 7,25 prósent.

Hækkunin gæti hugsanlega orðið meiri.
Nú er gott að vera gamall og skuldlaus!
Snaran herðist um háls skuldugra.
Háværar raddir heimtuðu miklu meiri hækkanir launa í desember þegar SGS og SA sömdu.
Hvers vegna eru þær raddir allar hljóðnaðar?
Hvert væru stýrivextirnir komnir ef hlustað hefði verið á þann misvitra kór?
Og verðbólgan!
Hvert væri hún komin í prósentum talið?
Guð blessi Ísland!“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.
Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -