Laugardagur 20. apríl, 2024
7.1 C
Reykjavik

Íslendingar á Kosta Ríka með styrktartónleika fyrir fátæka

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

„Þetta eru furðulegir tímar og það sem áður þótti sjálfsagt er bannað í dag. Eins og til dæmis að bjóða upp á lifandi tónlist á veitingastað. Breyttar aðstæður kalla á nýjar nálganir og því verðum við með Live Stream tónleika hér í Mið-Ameríku,“ segir Héðinn Svarfdal veitingamaður á Kosta Ríka.

„Öll framlög eru því vel þegin.“

Héðinn rekur lítinn veitingastað, Xanadu Café & Grill, við ströndina á Kosta Ríka ásamt eiginkonu hans Elvu Sturludóttur. Þar hafa þau boðið fátæku fólki upp á ókeypis mat og til að geta hjálpað enn frekar frekar fátækum í landinu bjóða þau upp á tónleika á morgun með hjálp internetsins. Hér getur þú fundið atburðinn á Facebook-síðu staðarins en tónleikarnir fara fram klukkan 17 síðdegis á morgun að íslenskum tíma. „Markmiðið er sem sagt annars vegar að bjóða tónlistarfólki hér upp á tækifæri og svo hins vegar að safna peningum fyrir mat handa fátæku fólki,“ segir Héðinn.

Héðinn segist með tónleikunum ná að slá tvær flugur í einu höggi. Að bjóða upp á góða afþreyingu og styrkja gott málefni í leiðinni. Til að geta veitt veitt fátækum sem mesta aðstoð vonast veitingahjónin íslensku eftir framlögum frá Íslendingum. „Við erum í samstarfi við eina skærustu stjörnu þessa svæðis, Fatiniza frá Kólumbíu, og framleiðsufyrirtæki hér á þessum slóðum. Peningagjafir fara fyrst í að borga hljómsveitinni smá laun og eftirstöðvarnar í að styrkja fátæka og svanga á þessum slóðum. Öll framlög eru því vel þegin,“ segir Héðinn.

Kolombíska söngkonan Fatiniza Gamarra Ponzon

Hér getur þú styrkt tónleikana og um leið fátæka íbúa á Kosta Ríka með PayPal. Þá er einnig hægt að veita framlag inná á eftirfarandi styrktarreikning: 515-26-404989, kennitala 151274-4989.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -