Þriðjudagur 15. október, 2024
5.7 C
Reykjavik

Íslendingur í gæsluvarðhaldi vegna gruns um mansal á unglingsstúlkum: Önnur ólétt og hin HIV-smituð

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Lögreglan á Suðurnesjum hefur haft íslenskan karlmann í haldi í eina viku vegna gríðarlega umfangsmikillar rannsóknar sem snýr meðal annars að mansali og skipulögðu smygli á fólki. Samkvæmt RÚV er grunur um að fleiri tengist málinu.

Sögðust vera dætur mannsins

Fram kemur í gæsluvarðhaldsúrskurði Héraðsdóms Reykjavíkur fyrir viku, að tvær unglingsstúlkur undir átján ára aldri, hafi komið til landsins með flugi 4. júlí 2023. Hafi þær sagst vera komnar til að heimsækja föður sinn en það er maðurinn sem síðar var handtekinn og hnepptur í gæsluvarðhald. Var hann ekki á landinu á þeim tíma. Búið er að afmá upplýsingar um það hvaðan stelpurnar voru að koma og hvaða þjóðerni þær hafi gefið upp, úr úrskurðinum sem birtur var á vef Landsréttar í dag.

Samkvæmt frétt RÚV fletti lögreglan stúlkunum upp en að þá hafi komið i ljós að þeim hefði verið veitt dvalarleyfi sem börnum Íslendings. Þá var maðurinn skráður faðir þeirra í kerfum íslenskra stjórnvalda. Sögðu þær að vinur föður þeirra væri mættur í flugstöðina til að sækja þær og gáfu upp símanúmer hans. Reyndist það vera maður með ótímabundið dvalarleyfi á Íslandi. Stúlkurnar voru færðar í úrræði á vegum barnaverndar Suðurnesjabæjar og dvöldu þær þar í nokkra daga sem fylgdarlaus börn en þegar maðurinn kom aftur til landsins fóru þær til hans.

Grunur um slæmar aðstæður

Vitnað er í greinargerðar lögreglu um málið í gæsluvarðhaldsúrskurði héraðsdóms en þar segir að lögreglan sé með rökstuddan grun um að stúlkurnar búi við slæmar aðstæður. Önnur þeirra sé barnshafandi en óvíst er með faðernið og hin stúlkan er HIV-smituð og á ungan son erlendis sem hún hefur ekki aðgang að nema í gegnum manninn sem nú situr í gæsluvarðhaldi.

- Auglýsing -

Stúlkurnar og maðurinn voru látin gangast undir DNA-rannsókn af Útlendingastofnun en sú rannsókn sýndi fram á að maðurinn er ekki faðir þeirra. Í húsleit lögreglu á heimili mannsins fyrir viku fundust skjöl sem staðfestu DNA-rannsóknarniðurstöðuna og að hann hafi vitað áður en þær fengu dvalarleyfið, að hann væri ekki faðir þeirra.

Sennilega ekki einn að verki

„Það er grunur lögreglu að varnaraðili sé vísvitandi og með skipulögðum hætti að blekkja íslensk stjórnvöld og gefa upp rangar upplýsingar í því skyni að fá dvalarleyfi fyrir aðila á fölskum forsendum og [eftir atvikum] hagnýta sér þau í mansali og hagnist á því,“ er haft eftir lögreglu í úrskurðinum. „Þá er það einnig grunur lögreglu að varnaraðili standi ekki einn að verki heldur njóti liðsinnis, samstarfs og [eftir atvikum] samvinnu annarra aðila.“

- Auglýsing -

Í rökstuðningi lögreglunnar varðandi gæsluvarðhaldskröfuna kemur fram að rannsóknin væri „mjög umfangsmikil“, að til rannsóknar væri grunur um mansal, rangan framburð hjá stjórnvaldi, skjalafals og eftir atvikum brot á útlendingalögum, „s.s. skipulagt smygl á fólki“.

Bæði Héraðsdómur og Landsréttur féllust á að gæsluvarðhaldið haldi til klukkan fjögur í dag. Ekki hafa komið fram upplýsingar um það hvort gæsluvarðhaldið hafi verið framlengt eða hvort þess verði krafist í dag.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -