Föstudagur 25. nóvember, 2022
5.1 C
Reykjavik

Íslensk börn mæta vannærð í skólann vegna tískubólu foreldra

Helgarviðtalið

- Auglýsing -

Orðrómur

- Auglýsing -

Lára G. Sigurðardóttir læknir segir í Bakþanka Fréttablaðsins að sífellt fleiri börn mæti ónærð í skólann. Það sé þó ekki vegna peningaskorts heldur vegna tískubólu, börnin séu að fasta líkt og foreldrar þeirra. Hún segir þetta gegndarlausa heimsku.

Lára skrifar: „Á dögunum var kynningarfundur í gagnfræðaskóla yngsta drengsins. Kennarinn hafði á orði að allt of margir nemendur væru að fasta líkt og foreldrarnir. Skömmu síðar barst tölvupóstur frá skólastjóranum þar sem ítrekað var að of margir nemendur mættu illa nærðir og borðuðu jafnvel ekkert fyrr en eftir skóla.“

Hún segir að svo virðist sem tíska valdi þessu. „Hér áður voru það fátæku börnin sem komu ónærð í skólann. Nú virðist sem tímaskortur eða tíska valdi því að morgunmatnum sé sleppt. Rannsóknir hafa verið gerðar á börnum sem fasta og sýna að námsárangur er nátengdur næringu. Í skóla einum var byrjað á því að gefa börnunum hafragraut í upphafi skóladags. Í ljós kom að börnin áttu auðveldara með að einbeita sér og þeim gekk betur í náminu. Fleiri rannsóknir sýna hið sama,“ segir Lára.

Hún segir það algjöra þvælu að sleppa morgunmat, í það minnsta hvað varðar börn. „Þó svo að við fullorðna fólkið þolum það að fasta fram eftir degi gildir annað um börnin. Fyrir utan að þurfa góða næringu til að vaxa og þroskast, þá getur það að sleppa morgunmat haft þær afleiðingar að börnin verða þreytt, eirðarlaus og skapstygg. Síðla dags geta þau orðið leið og orkulítil. Þá eru þau líklegri til að sækja í næringarsnautt fæði sem inniheldur tóm kolvetni og óholla fitu,“ segir Lára.

Hún gefur svo skólastjóranum orðið. „Ég ætla að gefa skólastjóranum lokaorðið því ég hefði ekki orðað þetta betur: „Hvernig haldið þið að það sé að vera illa nærður og ætla að meðtaka og tileinka sér nýja þekkingu? Hvernig haldið þið að það sé að kenna börnum sem geta varla hugsað fyrir hungri? Við hljótum að vera öll sammála um að frumforsenda þess að ná árangri í námi og að eiga jákvæð og gefandi félagsleg samskipti sé að vera vel sofinn og vel nærður. Vinsamlegast hugið vel að þessu kæra forráðafólk. Það þarf alveg enn þá að senda krakka með nesti í skólann þó þau séu unglingar.““

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.
Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -