Laugardagur 25. mars, 2023
-3.2 C
Reykjavik

Mikil lífsgæðaskerðing að missa tennurnar: „Þú verður hræddur við að hoppa, hjóla, kyssa einhvern“

Helgarviðtalið

- Auglýsing -

Orðrómur

- Auglýsing -

Blaðamaður Mannlífs lagði á dögunum land undir fót til þess að skoða umhverfi tannlækninga í Búdapest sem og svokallaðar túristatannlækningar. Sífellt fleiri Íslendingar leggja leið sína til borgarinnar í leit að ódýrari tannlæknaþjónustu, einkum og sér í lagi þegar um er að ræða viðameiri aðgerðir. 

Blaðamanni var boðið út á vegum Íslensku Klíníkurinnar í Búdapest, stofu í eigu Íslendinga. Umfjöllunin er gerð í samstarfi við stofuna.

Blaðamaður Mannlífs ræddi við Oddnýju Jakobs Kristínardóttur, yfirráðgjafa á Íslensku Klíníkinni.

Seinni hluta umfjöllunar um Íslensku Klíníkina í Búdapest ásamt viðtalinu við Oddnýju má finna í helgarblaði Mannlífs.

Oddný Jakobs Kristínardóttir, yfirráðgjafi á Íslensku Klíníkinni.

„Margir átta sig eflaust ekki fullkomlega á því hvaða keðjuverkunum það getur valdið að missa tennurnar og fá lausa gervigóma. Viðkomandi getur ef til vill innbyrt meirihlutann af því sem við hin getum innbyrt en það þarf hins vegar að mýkja allt. Með því að sjóða eða steikja til dæmis grænmeti fer mikið af næringar- og steinefnum úr því, sem og vítamín.

Það hefur áhrif á heilsuna; magann og ristilinn. Gómarnir taka mikið af bragðinu úr matnum því bragðlaukarnir skerðast. Sjálfsöryggið; það fer. Þú verður hræddur við að hoppa, hjóla, renna þér á sleða, kyssa einhvern. Þú verður óöruggur við að láta taka myndir af þér. Þegar þú getur ekki unnið almennilega úr fæðunni geta komið hægðavandamál. Þegar þú tapar steinefnum og vítamínum úr fæðunni getur það til dæmis leitt til liðagigtar, æðasjúkdóma og hjartasjúkdóma. Þannig að við getum haldið endalaust áfram og rakið margt til tannheilsu. Fólk sem missir tennurnar eldist hraðar vegna þess að lífsgæðin skerðast.

- Auglýsing -

Þannig að þetta er ekki alltaf spurning um það hvað fólk er gamalt, heldur hvernig tannheilsa þess er. Við erum gerð til þess að borða fæðu en ekki taka bara vítamín og steinefni.“

Oddný segir ýmsar leiðir í boði til að koma í veg fyrir að ástandið verði svona slæmt.

„Til þess erum við hér. Til þess að þessir hópar sem sjá sér ekki fært að viðhalda almennri tannheilsu geti komið til okkar og við passað að þeir hafi það sem við köllum sexurnar. Það eru sex mikilvægustu tennurnar okkar; þær fremstu. Endajaxlinn og jaxlinn við hliðina á honum eru bara bónus. Þessar sex tennur eru þær mikilvægustu. Þær sem bíta í sundur, þær sem hjálpa okkur að mylja og þær sem tyggja. Við erum hér til þess að búa til plan fyrir þig, til þess að passa upp á að þær séu í lagi.“

- Auglýsing -

 

Gervitennur, efri gómur.
Gervitennur, neðri gómur.

 

Þessi umfjöllun er gerð í samstarfi við Íslensku Klíníkina í Búdapest. Ferð blaðamanns á stofuna sem og þær meðferðir sem hann undirgekkst voru í boði stofunnar. Blaðamaður einsetur sér að fjalla um stofuna og reynslu sína af meðferðunum af heiðarleika.

Greinina má lesa í heild sinni í helgarblaði Mannlífs.

 

Greinin hefur verið uppfærð.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.
Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -