Laugardagur 20. apríl, 2024
8.1 C
Reykjavik

Íslenska Klíníkin í Búdapest: „Við viljum að þetta sé fullkomið“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

„Við viljum að þetta sé fullkomið“

Zsófia, tannlæknirinn sem annast blaðamann, segist sjaldan sjá jafn góðar röntgenmyndir á stofunni; enda töluvert algengara að fólk sem þangað kemur þurfi á meiri læknisþjónustu og lagfæringum að halda. Fólk velji yfirleitt að halda út í slíkar ferðir fyrir stærri meðferðir og aðgerðir, þótt það sé ekki algilt. Ljóst er að þá borgar þetta sig margfalt fjárhagslega.

Allt lítur vel út á stofunni. Þar eru stórir gluggar og tækin skínandi og virðast af nýrri gerðinni. Allt hreinlæti er til fyrirmyndar og andrúmsloftið einhvern veginn þægilegt og róandi. Móttaka allra; tannfræðinga, tannlæknis, móttökustarfsmanna og ráðgjafa eru með þeim hætti að sú tilfinningin að maður sé í öruggum höndum verður allsráðandi. Hér er vel hægt að ímynda sér að manneskja með tannlæknaótta gæti fundið grið.

Zsófia tannlæknir er mjúkhent en bæði ákveðin og nákvæm. Það er varla að finna fyrir deyfingarnálinni í hennar höndum og borun og fyllingar taka fljótt af. Blaðamanni er tjáð að önnur skemmdin sé „tveggja flata“, það er að hún snerti tvo fleti af tönnum. Að hennar mati hefði mátt gera við hana fyrr, þegar hún var einungis einn flötur. Þrátt fyrir það er ekki um neitt alvarlegt að ræða og Zsófia tekur sér góðan tíma í að slípa fyllingarnar svo enginn munur sé á bitinu. „Hvernig er þetta núna?“ spyr hún og þegar svarið er „Ég held að þetta sé gott svona“, þá spyr hún: „Gott, en ekki fullkomið? Við viljum að þetta sé fullkomið.“

Zsófia pússar af mikilli nákvæmni upp agnarlítil brot sem hafa komið í tvær framtennur síðustu ár. Hún segist sjá það strax af bæði biti og brotum að viðfangsefnið gnísti tönnum í svefni. Hún ráðleggur svokallaðan næturvörð; skinnur á neðri góminn sem munu vernda tennurnar framvegis fyrir hamagangi næturinnar. Þetta þykir blaðamanni áhugavert, sérstaklega í ljósi þess að honum hefur aldrei áður verið tjáð að hann sé gnístari. Það hefði kannski mátt koma í veg fyrir nokkur brotin.

Dr. Strémen Zsófia að störfum á Íslensku Klíníkinni í Búdapest.

Frískað upp á brosið

Daginn eftir er komið að lokahnykknum í annars lítilli og þægilegri meðferð blaðamanns. Það mun vera tannhvíttun að hans eigin beiðni – aðeins til þess að fríska upp á brosið. Það er tannfræðingurinn Erika sem sér um það. Til þess notar hún nýja og flotta Philips Zoom-vél. Ferlið tekur í heildina um einn og hálfan til tvo tíma, svo þá er ekki annað að gera en að láta fara vel um sig. Það er reyndar enginn vandi hér, einhvern veginn. Erika upplýsir að það sé eðlilegt að finna fyrir einhverjum óþægindum meðan á meðferðinni stendur, eins og tannakuli. Þar sem blaðamaður hefur alltaf verið viðkvæmur fyrir slíku býr hann sig undir stinginn – sem aldrei kemur. Allan tímann sem vélin vinnur er ekki að finna nein einustu óþægindi og reynslan öll því bara ansi notaleg – eins notaleg og hægt er með varirnar glenntar upp og tæki í munninum, að minnsta kosti.

Tennur blaðamanns fyrir meðferðina – eftir að efni hefur verið sett á tannholdið til að verja það.
Meðan á meðferð stendur.

Að meðferð lokinni eru bæði blaðamaður og Erika hæstánægð með árangurinn. Með hvíttuninni fást svo sérsniðnar skinnur og hvíttunarefni í sprautum til þess að taka með heim og viðhalda árangrinum, ef þarf.

- Auglýsing -
Að hvíttun lokinni. Það er ekki laust við að blaðamaður sé örlítið feiminn við að hafa stellið svona á glámbekk.

Það sem var áberandi á hverju stigi meðferðarinnar var öryggið. Blaðamaður upplifði sig ávallt í góðum höndum og gat slakað á. Á öllum stigum var vandlega útskýrt að ef einhverra óþæginda yrði vart – eða bara ef sjúklingurinn vildi stoppa af einhverjum öðrum ástæðum – þyrfti einungis að rétta upp vinstri höndina. Það var eins og öryggisorð sem var alltaf hægt að nota og þessi litla regla gerir að verkum að sá sem í stólnum situr upplifir sig ávallt við stjórnvölinn. Þetta er vel hægt að ímynda sér að það sé afar áhrifaríkt fyrir fólk sem af einhverjum ástæðum óttast heimsókn á tannlæknastofu.

 

Lestu meira í nýjasta helgarblaði Mannlífs.

- Auglýsing -

 

Blaðamaður Mannlífs lagði á dögunum land undir fót til þess að skoða umhverfi tannlækninga í Búdapest sem og svokallaðar túristatannlækningar. Sífellt fleiri Íslendingar leggja leið sína til borgarinnar í leit að ódýrari tannlæknaþjónustu, einkum og sér í lagi þegar um er að ræða viðameiri aðgerðir. 

Blaðamanni var boðið út á vegum Íslensku Klíníkurinnar í Búdapest, stofu í eigu Íslendinga.

Blaðamaður einsetur sér að skrifa af fagmennsku og fjalla af heiðarleika um það sem fyrir augu hans bar. 

Fyrsta hluta þessarar umfjöllunar um stofuna Íslenska Klíníkin í Búdapest og tannlækningar þar og hér er að finna í heild sinni í nýjasta helgarblaði Mannlífs. Auk þess er þar meira um tannmeðferð blaðamanns og spennandi viðtal við Oddnýju Jakobs Kristínardóttur, yfirráðgjafa á stofunni.

Annar hluti þessarar umfjöllunar mun birtast í næsta blaði Mannlífs sem kemur út í prentuðu formi á næstunni. 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -