Föstudagur 20. maí, 2022
12.8 C
Reykjavik

Íslenska ríkið bótaskylt vegna háttsemi dómara í þotumáli WOW

Helgarviðtalið

- Auglýsing -

Orðrómur

- Auglýsing -
Íslenska ríkið og flugvélaleigan ALC voru í gær dæmd til að greiða Isavia rúma 2,5 milljarða króna vegna „saknæmrar háttsemi“ héraðsdómara við Héraðsdóm Reykjaness í tengslum við deilu um kyrrsetningu Isavia á Airbus-þotu gegn skuldum flugfélagsins WOW air. Málinu verður líklega áfrýjað til Landsréttar og kemur að öllum líkindum til kasta Hæstaréttar.

Isavia kyrrsetti vélina og neitaði að láta hana af hendi nema ALC greiddi allar skuldir WOW, um tvo milljarða króna.

ALC taldi sig ekki vera í ábyrgð fyrir öllum skuldum WOW og krafðist þess að fá þotuna afhenta. Deilan fór fyrir héraðsdóm, Landsrétt og Hæstarétt en í júlí fyrir tveimur árum komst dómari við Héraðsdóm Reykjaness að þeirri niðurstöðu að ALC ætti að fá þotuna afhenta eftir að hafa greitt allar skuldir sem hvíldu á vélinni sjálfri. Hann taldi jafnframt enga ástæðu til að fresta réttaráhrifum úrskurðarins og var þotunni því flogið úr landi.

Isavia taldi að með þessu hefði dómarinn svipt félagið tryggingu fyrir tveggja milljarða skuld og höfðaði því skaðabótamál á hendur íslenska ríkinu og flugvélaleigunni ALC.

Héraðsdómur Reykjavíkur komst að þeirri niðurstöðu síðdegis í gær að dómurinn hjá dómaranum við Héraðsdóm Reykjaness hefði verið rangur. Hann hefði meðal annars litið fram hjá rökstuðningi í úrskurði Landsréttar í sama máli og haldið sig við túlkun á ákvæði sem „fór í berhögg við túlkun Landsréttar.“

Héraðsdómur segir að þá háttsemi verði að meta dómaranum til sakar. Hann hafi komist að rangri niðurstöðu með saknæmum hætti og  sýnt af sér saknæma háttsemi þegar hann féllst ekki á kröfu um að málskot myndi fresta aðfarargerð á grundvelli úrskurðarins.

Dómurinn telur að Isavia hafi með þessu orðið fyrir tjóni sem íslenska ríkið og ALC beri ábyrgð á. Voru íslenska ríkið og ALC því dæmd til að greiða Isavia um 2,5 milljarða. Allur málskostnaður, 15 milljónir, þarf að greiðast úr ríkissjóði.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.
Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -