Sunnudagur 19. janúar, 2025
1.8 C
Reykjavik

Íslenskir lífeyrissjóðir undirrita viljayfirlýsingu upp á 40 milljarða króna í hreinni orku

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Almenni lífeyrissjóðurinn hefur skrifað undir viljayfirlýsingu gagnvart alþjóðlegu samtökunum Climate Investment Coalition (CIC). Lífeyrissjóðurinn fjárfestir fyrir 300 milljónir Bandaríkjadala eða tæplega 40 milljarða króna í verkefnum sem tengjast hreinni orku og öðrum umhverfisvænum lausnum fram til ársins 2030.

Þrettán aðrir íslenskir lífeyrissjóðir ásamt Almenna hafa líka undirritað slíka viljayfirlýsingu gagnvart CIC. Verkefnið var formlega kynnt í morgun á loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna, COP26, sem fram fer í Glasgow í Skotlandi.  Með yfirlýsingunni staðfesta íslensku sjóðirnir vilja til að auka grænar fjárfestingar og styðja þannig við markmið um að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda á heimsvísu. Þar er meðal annars horft til ákvæða Parísarsamkomulagsins um samdrátt í losun gróðurhúsalofttegunda.

Notkun sjálfbærra orkugjafa
Horft verður til verkefna sem nýta jarðvarma en einnig er stefnan að styðja við aukna notkun annarra sjálfbærra orkugjafa með það að markmiði að stuðla að aukinni notkun hreinnar orku í samgöngum og atvinnustarfsemi. Mikil eftirspurn er eftir lausnum á þessu sviði og því er margt sem bendir til að þær geti skilað góðri langtímaávöxtun auk þess að stuðla að betri loftgæðum og bjartari framtíð.

Climate Investment Coalition eru alþjóðleg samtök en stofnaðilar eru danska umhverfis-, orku og veituráðuneytið, The Institutional Investors Group on Climate Change, Insurance & Pension Denmark og World Climate Foundation.  Markmið CIC er að stuðla að aukinni fjárfestingu í hreinni orku og öðrum umhverfislausnum.

Heimild: Almenni Lífeyrissjóðurinn

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -