Miðvikudagur 24. apríl, 2024
9.1 C
Reykjavik

Íslenskir lögreglumenn með skotvopn í miðbænum næstu daga – Leyniskyttur á húsþökum

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Leiðtogafundur Evrópuráðsins verður haldinn á morgun og fimmtudaginn í Hörpu. Ljóst er að fundurinn mun hafa gríðarleg áhrif á miðbæ Reykjavíkur en íslenskir og erlendir lögreglumenn munu bera skotvopn. Þá verða leyniskyttur á húsþökum.

Á þriðja hundrað lögreglumenn hafa fengið sérstaka þjálfur í meðferð skotvopna vegna fundarins en 250 jakkaföt hafa verið keypt á lögreglumenn en þeir verð óeinkennisklæddir. Aldrei áður hefur viðbúnaður verið svo mikill fyrir fund hér á landi en samkvæmt upplýsingum frá dómsmálaráðuneytinu er kostnaðurinn vegna löggæslunnar um einn komma fjórir milljarðar króna.

Götum og svæðum á stórum hluta miðbæjarins verður lokað fyrir fólk á bílum sem og á rafmagnshlaupahjólum á meðan á fundinum stendur. Þá verður gangandi vegfarendum meinað að koma nálægt Hörpu. Bannað verður einnig að fljúga drónum á stóru svæði miðbæjarins og eftir Reykjanesbrautinni.

Alls hafa 44 þjóðarleiðtogar af 46 boðað komu sína á fundinn en enn er því haldið leyndu hvort Volodymyr Zelenskyy, forseti Úkraínu mæti á svæðið.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -