• Orðrómur

Íslenskt umhverfisverkefni fær 600 milljónir frá Evrópusambandinu

Efnisorð

Deila

- Auglýsing -

Evrópusambandið styrkti íslenskt verkefni á dögunum, sem um nemur 3.9 milljónum evra eða að jafnvirði 600 milljónum íslenskra króna úr Nýsköpunarsjóð sambandsins.

Sendinefnd ESB á Íslandi hefur stöðu sendiráðs og er fulltrúi Evrópusambandsins á Íslandi. Sendinefndin er ein af um 140 sendinefndum sem ESB starfrækir víðsvegar um heiminn, í löndum sem ekki eru aðilar að ESB. Sendinefndin var opnuð á Íslandi í janúar 2010, en fram að þeim tíma hafði sendinefnd ESB í Noregi haft umsjón með samskiptum við Ísland.

Lucie Samcová, sendiherra Evrópusambandsins á Íslandi, sendi út tilkynning þess efnis. Þetta er fyrsta íslenska verkefnið sem fær styrk frá Nýsköpunarsjóðnum. Að auki er þetta einn stærsti styrkur tengdur loftslagsmálum sem veittur hefur verið til íslenskra aðila. Markmið þessa styrks er að auka getu Heillisheiðarvirkjunar til kolefnistöku og geymslu.

- Auglýsing -

Carbfix og ON munu nýta styrkinn í Silfurbergs-verkefnið, til að byggja nýja lofthreinsistöð sem fangar nær allt koldíoxíð og brennisteinsvetni úr útblæstri Hellisheiðarvirkjunar. Áætluð verklok eru árið 2025. Nýting CarbFix-tækninnar er ekki einungis tengd jarðhita, því hana má einnig nýta við framleiðslu stáls, steinsteypu, ammoníaks og meðhöndlun úrgangs um alla Evrópu.

,,Um leið og loftslagsvandinn verður alvarlegri um allan heim þörfnumst við nýrra og nýstárlegri lausna til að tækla þau erfiðu vandamál sem honum fylgja. ESB hefur skuldbundið sig til að aðstoða við þróun slíkra lausna og vekja athygli á þeim. Ég er stolt af því að CarbFix, dótturfélag Orkuveitu Reykjavíkur og Orka náttúrunnar hafi fengið þennann flotta styrk”, segir sendiherrann.

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.
Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 
- Auglýsing -

Orðrómur

Helgarviðtalið

Lestu meira

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

- Auglýsing -