Íslenskur karlmaður handtekinn með kókaín á Spáni

Deila

- Auglýsing -

Íslenskur karlmaður var handtekinn á flugvellinum í Barcelona á Spáni í síðustu viku.

 

Karlmaðurinn sem var á leið til Íslands var með mikið magn af kókaíni í farangri sínum. Heimildir Fréttablaðsins herma að um rúmlega 5 kíló hafi verið að ræða.

Alþjóðadeild Ríkislögreglustjóra hefur ekki svarað fyrirspurn Fréttablaðsins um hvort spænsk lögregluyfirvöld á Spáni hafi óskað eftir samstarfi vegna málsins.

- Advertisement -

Athugasemdir