Mánudagur 9. september, 2024
5.1 C
Reykjavik

Ísold æfði undir handleiðslu heimsmeistara: „Mamma ég er ekki að fara að lifa fram að jólum“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Ísold er á nokkurs vafa ein efnilegasta skautakona landsins. Hún hefur unnið fjölmarga titla bæði hér heima og erlendis. Allt hófst þetta á tjörninni heima á Jökuldal. Ísold ræddi um feril sinn í þættinum Sögur af landi, sem Óðinn Svan Óðinsson, blaðamaður og Halla Ólafsdóttir, dagskrármaður tóku saman.

„Lífið á Möðrudal fyrir lítinn krakka var eins og paradís á jörðu. Þú hefur allt sem þú vilt. Mamma lét mig fá einhverja skauta þegar ég var þriggja ára og ég fór bara út á tjörn heima í sveitinni og var að skauta. Ég var bara úti allan daginn að snúa mér í kringum einhvern girðingastaur og fann bara hvernig þetta var það sem gerði mig glaðasta,“ segir hún. 

Skautakonan er 15 ára frá Möðrudal á Fjöllum og hefur reynt ýmislegt þrátt fyrir ungan aldur. Búferlaflutninga til Bratislava, erfið meiðsli, mikil veikindi og stóra aðgerð í Þýskalandi.

Þær mæðgur gengu lækna á milli, bæði hér á landi og í Sviss án þess að fá greiningu og andlegri og líkamlegri heilsu Ísoldar hrakaði hratt.

„Þetta tók alveg á og ég var farinn að gera mér grein fyrir því. Í ágúst þá segi ég við mömmu, mamma ég er ekki að fara að lifa fram að jólum ef ég fæ ekki hjálp. Það er enginn að fatta hvað þetta er og ég get ekki lifað svona.“

- Auglýsing -

Elti þjálfarann sinn til Slóvakíu

Þegar Ísold var sex ára ákvað hún í samráði við foreldra sína að fara í grunnskóla á Akureyri og byrja að æfa hjá Skautafélagi Akureyrar. Þar kynntist hún þjálfaranum sínum, Ivetu Reitmayerova, sem Ísold segir að hafi kveikt áhuga hennar á því að ná langt í íþróttinni.

- Auglýsing -

„Maður var alltaf að læra eitthvað nýtt og bæta sig. Það var eitthvað nýtt á hverri æfingu og maður var alltaf spenntur að fara á æfingu. Þá förum við líka að fara út í æfingabúðir og keppnisferðalög og það var alveg geggjað.“

Þegar Iveta flutti aftur heim til Slóvakíu eftir nokkurra ára dvöl á Íslandi ákváðu Ísold og mamma hennar að elta hana þangað.

Fluttu til Sviss og æfði undir handleiðslu heimsmeistara

Eftir dvölina í Slóvakíu flytja þær mæðgur til Champéry í Sviss þar sem hún æfir undir stjórn Stéphane Lambiel, sem er tvöfaldur heimsmeistari á listskautum og silfurverðlaunahafi á Ólympíuleikum. Þar æfði hún með mörgum af bestu skauturum heims og naut sín vel. „Mér fannst bara eins og við þyrftum nýtt start og ég fann það bara þegar við komum þarna að þetta væri einmitt staðurinn fyrir mig.“

Veikindi og fann fyrir fordómum af hálfu lækna

Það var á þeim tíma sem meiðsli og veikindi gera vart við sig. Ísold hafði lengi fundið fyrir óþægindum og orkuleysi en hún átti erfitt með að nærast. „Ég var sem sagt með vascular compression syndrome, sem er í raun á íslensku, æðakremju sjúkdómur. Ég fór að vera með svima, átti erfitt með að anda, mér alltaf illt í nýrunum og þá var bara mjög erfitt að æfa.“

Veikindin tóku mikið á Ísold og leiddu að lokum til þess að hún þurfti að taka sér frí frá íþróttinni. „ Hjartað var að slá 25 slög á mínútu og mér var bara bjargað þarna á spítalanum þó þau vissu ekkert hvað var að mér.“

Mæðgurnar fluttu heim í von um að fá greiningu á veikindunum og til að ná bata. Það reyndist þrautin þyngri.

„Það héldu allir að þetta væri bara átröskun eða eitthvað andlegt. Það vær næstum því sagt við mig, skautar, 15 ára og getur ekki nærst, það er pottþétt eitthvað andlegt.“

Fundu hjálp í Þýskalandi – flókin aðgerð og endurhæfing

Foreldrar Ísoldar fundu loksins lækni í Þýskalandi sem taldi sig geta hjálpað henni.

„26. október fer ég í skoðun og læknirinn sér allar þrengingarnar og strax þá fannst mér eins og mér hefði verið bjargað þegar hann segir að hann sjái hvað er að mér. Ég missti mig bara í gleði og tárum.“

Daginn eftir fer Ísold í mjög langa og flókna aðgerð og við tók endurhæfingu í hálft ár og hefur allt gengið samkvæmt áætlun.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -