Fimmtudagur 30. nóvember, 2023
0.1 C
Reykjavik

Ísraelar hafa nú drepið 695 konur og börn: „Heilbrigðiskerfið er byrjað að hrynja“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Yfirvöld á Gaza hafa nú veitt sundurliðun yfir þá sem farist hafa í loftárásum Ísraelshers.

Af þeim 1.417 sem hafa dáið í árásunum eru 447 börn og 248 konur, samkvæmt heilbrigðisráðuneyti svæðisins. Þá hafa 6.268 manns særst í árásunum síðan á laugardag.

„Heilbrigðiskerfið er byrjað að hrynja,“ segir í yfirlýsingu sem NBC sagði frá. „Fjöldi særðra er meiri en sjúkrahúsin geta ráðið við, jafnvel eftir að þau voru stækkuð og hinir slösuðu fluttir á gangana,“ sagði ráðuneytið.

Meira en 1.300 Ísraelar hafa látist frá því að Al Qassam-bardagasveitirnar réðust á landið.

Fréttin er unnin upp úr frétt Sky News.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -