Miðvikudagur 25. maí, 2022
5.6 C
Reykjavik

Íþróttamaður ársins – Í dag verða tilkynntir hvaða tíu einstaklingar hlutu flest atkvæði í kosningu

Helgarviðtalið

- Auglýsing -

Orðrómur

- Auglýsing -

Í dag verða tilkynntir hvaða tíu einstaklingar hlutu flest atkvæði í kosningu Samtaka íþróttafréttamanna um Íþróttamann ársins 2021. Sigurvegarinn verður síðan kynntur þann 29. desember næstkomandi við hátíðlega athöfn.

Kosið er árlega, en Sara Björk Gunnarsdóttir sem vann kjörið á síðasta ári er ekki á listanum í ár. Sara eignaðist sitt fyrsta barn á árinu og var lítið með.

Sveindís Jane Jónsdóttir er einnig á lista en hún gerði það gott í Svíþjóð á sínu fyrsta ári í atvinnumennsku og var lykilmaður í íslenska landsliðinu.

Martin Hermansson sem lék vel á Spáni með Valencia er á listanum auk fleiri einstaklinga. Samtökin tilnefna einnig lið ársins og þjálfara ársins.

Þrír leikmenn koma úr handboltalandsliði karla og og Rut Arnfjörð Jónsdóttir úr Þór/KA er einnig á lista. Hún vann alla titla sem í boði voru og lék vel með landsliðinu.

Kári Árnason sem lagði skóna á hilluna í ár kemst á listann en hann varð Íslands og bikarmeistari með Víkingi og stóð vaktina með íslenska landsliðinu.

- Auglýsing -

Tíu efstu í kjöri Íþróttamanns ársins 2021 í stafrófsröð:
Aron Pálmarsson, handboltamaður hjá Álaborg í Danmörku
Bjarki Már Elísson, handboltamaður hjá Lemgo í Þýskalandi
Júlían J. K. Jóhannsson, kraftlyftingamaður úr Ármanni
Kári Árnason, fótboltamaður í Víkingi R.
Kolbrún Þöll Þorradóttir, fimleikakona í Stjörnunni
Kristín Þórhallsdóttir, kraftlyftingakona úr ÍA
Martin Hermannsson, körfuboltamaður í Valencia á Spáni
Ómar Ingi Magnússon, handboltamaður í Magdeburg í Þýskalandi
Rut Arnfjörð Jónsdóttir, handboltakona í KA/Þór
Sveindís Jane Jónsdóttir, fótboltakona í Kristianstad í Svíþjóð

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.
Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -