Laugardagur 20. apríl, 2024
8.1 C
Reykjavik

Ívan Þór rétt slapp: „Endaði á því að hlaupa í runna og hringja í foreldra mína á Íslandi“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Ívan Þór Ólafsson, ferðalangur í Danmörku, er heppinn að vera á lífi en hann var fyrir utan verslunarmiðstöðina Field´s í Kaupmannahöfn þegar maður hóf að skjóta þar á fólk. Ívan Þór segir í viðtali við RÚV að byssumaðurinn hafi einungis verið nokkra metra frá honum. Ívan náði þó að koma sér undan í runna. Þar hringdi hann í foreldra sína á Íslandi.

Ívan er á ferðalagi á húsbíl en honum hafði Ívan lagt á bílaplaninu við Field´s. Hann varð skyndilega var um að eitthvað mikið væri í gangi „En svo fáum við veður af því að það sé verið að hleypa af skotum inni i Field´s og fljótlega eftir það kemur maður með riffil út úr Field´s og gengur í áttina að okkur þar sem við stöndum.“

Ívan segir manninn hafa verið skammt frá sér. „Já, hann var mjög nálægt mér. Ég hrópa á son minn að koma sér í burtu. Hann kemur í áttina að okkur, þetta eru bara nokkrir metrar. Ég vissi ekki alveg hvernig ég átti að bregðast við, maður hálffrýs… En ég endaði svo á því að hlaupa nokkra metra í runna og hringja í foreldra mína á Íslandi. Meðan ég var í símanum hleypti hann tveimur eða þremur skotum af. Og ég bara beið á jörðinni. Það eina sem maður getur gert í svona stöðu er að forða sér.“

22 ára Dani hefur verið handtekinn vegna skotárásarinnar. Nokkrir eru látnir en ekki ljóst hve margir.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -