Laugardagur 14. september, 2024
8.8 C
Reykjavik

Jarðskjálftahrina norðan við Grindavík

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Á vef Veðurstofu Íslands kemur fram að landris vegna Kvikusöfnunar haldi áfram á sama hraða. Mikið hefur verið um skjálfta á svæðinu og í uppfærði færslu frá klukkan 11 í morgun segir:

„Upp úr kl. 5 í nótt hófst skjálftavirkni vestan við Eldvörp, sem er í um 6 km fjarlægð frá Þorbirni. Stærsti skjálftinn var um 4.2 að stærð og fannst hann í byggð. Áfram er talsverð skjálftavirkni á þessu svæði þó svo að dregið hafi aðeins úr virkninni frá því nótt. Þarna er um að ræða svokallað „gikkskjálfta“ sem eru viðbrögð við spennulosun vegna kvikuinnskotsins við Þorbjörn og eru ekki merki um kvikuhreyfingar á svæðinu við Eldvörp.

Af nýjustu aflögunargögnum að dæma heldur landris við Þorbjörn áfram á sama hraða og engin skýr merki eru um að kvika sé að færast nær yfirborði.  Búið er að keyra ný líkön til að áætla staðsetningu kvikuinnskotsins. Þau líkön benda ekki til neinna breytinga á staðsetningu kvikunnar sem liggur á um 4-5 km dýpi NV af Þorbirni. Á meðan að kvikusöfnunin heldur áfram má gera ráð fyrir skjálftavirkni á Reykjanesskaga vegna þess að kvikuinnskotið veldur aukinni spennu á svæðinu.

Mikilvægt er að benda á það sem áður hefur komið fram að atburðarrásin á svæðinu við Þorbjörn er hluti af margþættu ferli kvikuhreyfinga í jarðskorpunni á Reykjanesskaga. Þessi ferli hafa áhrif á stóru svæði, þar á meðal Fagradalsfjall þar sem þensla heldur áfram frá því í ágúst.“

Skjálftavirknin á Reykjanesskaga frá miðnætti 5. nóvember.
Mynd: Veðurstofa Íslands

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -