Miðvikudagur 17. apríl, 2024
5.1 C
Reykjavik

Játningar læknis að Laugalandi: „Hitti grátandi unga stúlku sem hafði áverka á enni“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Læknir sem um tíma starfaði við meðferðarheimilið að Laugalandi segist í dag skammast sín fyrir að hafa ekki tekið sjálfstæða ákvörðun um að hjálpa stúlkunum sem þar dvöldu. Læknirinn vill ekki láta nafn síns getið og fullyrðir hann að lögreglan hafi sagt sér að ekki ætti að trúa frásögnum stúlknanna frá heimilinu.

Nærri 90 prósent þeirra unglingsstúlkna sem vistaðar voru að meðferðarheimilinu Laugalandi, áður Varpholti, upplifðu ofbeldi af hálfu Ingjalds Arnþórssonar forstöðumanns. Yfirgnæfandi meirihluti stúlknanna, nánar tiltekið 88 prósent þeirra eða 30 stúlkur af 34, upplifði andlegt ofbeldi af hans hálfu og um helmingur þeirra ýmist varð fyrir eða varð vitni að líkamlegu ofbeldi á meðferðarheimilinu.

Læknirinn staðfestir að hann hafi þurft að sinna útköllum þar sem sjá mátti líkamlega áverka á stúlkunum að Laugalandi. Hann nefnir dæmi því til stuðnings:

„Ég var á laugadalskvöldi kallaður þangað af lögreglu eftir að stúlka þar hafði slasast. Ég keyrði þangað og hitti grátandi unga stúlku sem hafði áverka á enni, ekki lífshættulega, en sem sagði mér að henni hefði verið hrint niður stiga,“ segir læknirinn og heldur áfram:

„Lögreglan hafði hringt í mig þegar ég var á leiðinni og sagt að stúlkurnar á þessu heimili væru þannig að ég ætti ekki að trúa þeim. Ég skammast mín fyrir að hafa ekki tekið sjálfstæða ákvörðun. Ég trúði henni ekki og lét málið kyrrt liggja. Hún nefndi Ingjald sérstaklega á nafn sem geranda.“

Loksins hlustað

- Auglýsing -
Líkt og Mannlíf greindi frá í janúar í fyrra tók tugur kvenna, sem dvaldi á meðferðarheimilinu Laugalandi, höndum saman og fór fram á að farið yrði ofan í saumana á starfsemi heimilisins. Þær lýstu erfiðri og sársaukafullri dvöl og töldu að frásögnum þeirra hafi verið sópað undir teppi af hálfu barnaverndaryfirvalda.

Loksins varar hlustað á stúlkurnar. Ásmundur Daði Einarsson ráðherra fól Gæða- og eftirlitsstofnun velferðarmála (GEV) „að kanna hvort og þá í hvaða mæli börn, sem vistuð voru á meðferðarheimilinu Varpholti/Laugalandi á árunum 1997 til 2007, hafi sætt illri meðferð, andlegu eða líkamlegu ofbeldi meðan á dvöl þeirra stóð“. Nefnd, skipuð fjórum sérfræðingum með þekkingu á rannsóknum, barnavernd og áföllum vann að úttektinni og skilaði á dögunum kolsvartri skýrslu um meðferðarstarfið að Laugalandi.

Kolsvört skýrsla

Í skýrslunni kemur fram að mikill meirihluti fyrrum vistbarna segist hafa upplifað andlegt ofbeldi, einu sinni eða oftar á meðferðartímanum, eða 30 af 34 einstaklingum. Voru þessar frásagnir oftast af óttastjórnun, harðræði eða niðurbroti, aðallega af hendi forstöðumanns en einnig forstöðukonu. Margir viðmælendur sögðu frá fleiri atvikum en einu. Samtals 27 úr viðmælendahópnum greindu frá atvikum sem fela í sér einhvers konar óttastjórnun eða harðræði af hendi forstöðuaðila.

Alls 20 vistbörn af 34 töluðu um móttökurnar þegar þau komu fyrst á Laugaland og 12 lýstu neikvæðri upplifun. Alls 14 vistbörn af 34 sögðust hafa verið beitt líkamlegu ofbeldi. Í frásögnum 12 þeirra er forstöðumaðurinn tilgreindur gerandi, en tvær stúlkur tilgreina forstöðukonuna. Til viðbótar sögðust 11 hafa orðið vitni að því að líkamlegu ofbeldi hafi verið beitt af hálfu forstöðumanns.

- Auglýsing -

Alls 10 vistbörn af 34 kvörtuðu yfir að símtöl hafi verið hleruð, sem hafi gert það að verkum að þau hafi ekki geta talað eins frjálslega og þau hefðu viljað. Alls 13 vistbörn af 34 töluðu um að hafa upplifað reglur um fatnað og eigur á neikvæðan hátt og jafnframt að hafa ekki mátt hlusta á þá tónlist sem þau vildu. Þá hafi verið gerðar athugasemdir við útlit þeirra og ein stúlka lýsir því að hafa þurft að láta klippa og aflita á sér hárið gegn vilja sínum.

Alls 9 vistbörn af 34 sögðust hafa reynt að kvarta á einhverjum tímapunkti við
barnaverndarstarfsmann eða Barnaverndarstofu og upplifðu að það hefði engu breytt.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -