Föstudagur 29. mars, 2024
-3.2 C
Reykjavik

Jóhann feginn að þurfa ekki að greiða málskostnað Universal og Warner: „Þetta er ákveðinn léttir“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Jóhann Helgason segist vera feginn því að þurfa ekki að greiða málskostnað Universal og Warner, en dómari í Los Angeles hafnaði kröfu tónlistarrisanna um að Jóhann greiði 323 þúsund dollara eða um 45 milljónir í málskostnað þeirra í svokölluðu „lagastuldarmáli“. Warner og Universal geta ekki áfrýjað niðurstöðunni.

„Þetta er ákveðinn léttir og nú getum við einbeitt okkur að áfrýjuninni,“ segir Jóhann í samtali við Fréttablaðið.

Jóhann og Warner og Universal deildu upphaflega fyrir dómi um hvort lagið You Raise Me Up, eftir Rolf Løvland, væri stuldur á lagi Jóhanns Söknuður. Telur Jóhann Løvland hafa heyrt lagið Söknuður í einhverjum af hans mörgu heimsóknum til Íslands á tíunda áratugnum og í kjölfarið samið sína útgáfu. Jóhann höfðaði mál til greiðslu bóta og fór fram á að allar tekjur sem You Raise Me Up hefur fært Løvland og öðrum yrðu dæmdar honum. Stefnan var lögð fram í Los Angeles í Bandaríkjunum 29. nóvember 2018. Var málinu vísað frá í apríl og í kjölfarið kröfðust tónlistarrisarnir að Jóhann greiddi málskostnað þeirra.

Dómarinn í Los Angeles hefur eins og áður segir hafnað þeirri kröfu. Í niðurstöðunni kemur meðal annars fram að málinu hafi upphaflega verið vísað frá þar sem lögmenn Universal og Warner hafi sýnt fram á að bæði Söknuður og You Raise Me Up byggðu á írska þjóðlaginu Danny Boy. Tónlistarsérfræðingur Jóhanns hafi hins vegar litið framhjá þeim þætti.

Í Fréttablaðinu kemur fram að Jóhann freisti þess nú fyrir áfrýjunardómstóli að fá ákvörðun dómarans um að vísa málinu frá hnekkt. „Nú getum við notað tímann til að byggja undir áfrýjunina og koma einhverju fyrir augu og eyru dómaranna sem sannfærir þá um gildi þessa máls. Vonandi verða að minnsta kosti tveir af þremur dómurum okkur hliðhollir,“ segir hann.

Jóhann var í stóru viðtali í Mannlífi fyrir skemmstu þar sem hann ræddi málið, ferilinn, fræðgina og kjaftasögurnar.

- Auglýsing -

Mynd / Hallur Karlsson

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -