Fimmtudagur 29. september, 2022
10.8 C
Reykjavik

Jóhannes blaðamaður er látinn

Helgarviðtalið

- Auglýsing -

Orðrómur

- Auglýsing -

Jóhannes Sigurjónsson ritstjóri frá Húsavík lést á Landspítalanum við Hringbraut 9. júní, 68 ára að aldri.

Jóhannes var fæddur í Bolungarvík 16. febrúar 1954 en flutti til Húsavíkur 1957 þar sem hann bjó að mestu til æviloka. Hann var sonur hjónanna Herdísar Guðmundsdóttur og Sigurjóns Jóhannessonar, næstelstur í hópi sex systkina.

Jóhannes lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum við Tjörn 1974 og stundaði nám í ensku og íslensku við HÍ 1974–1978. Hann starfaði sem blaðamaður og ritstjóri á Húsavík samfellt frá 1979 þar til hann lét af störfum 2020. Hann var einn af stofnendum Víkurblaðsins á Húsavík sem hóf göngu sína 1979 og kom út samfellt til 1996. Hann var um skeið blaðamaður á Degi þar til hann tók við ritstjórn Skarps 2002. Jóhannes sat í stjórn Samtaka bæjar- og héraðsfréttablaða 1991–1992 og var virkur í starfi félagsins um langt skeið.

Eftir Jóhannes hafa komið út þrjú kver af Sönnum þingeyskum lygasögum auk ljóðabókarinnar Æpt varlega. Þá skrifaði hann nokkur leikrit, söngtexta, greinar og viðtöl í ýmis tímarit og bækur. Jóhannes lætur eftir sig fimm börn.

Útför Jóhannesar fer fram frá Húsavíkurkirkju 20. júní kl. 11.00

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.
Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -