Þriðjudagur 28. mars, 2023
-2.2 C
Reykjavik

Jói Fel fór með sjúkrabíl á Landspítala í bráðaaðgerð: „Eins og ég væri eini sjúklingurinn“

Helgarviðtalið

- Auglýsing -

Orðrómur

- Auglýsing -

Athafnamanninum og bakaranum Jóa Fel var ekið með hraði á Landspítalann þar sem hann gekkst undir hjartaþræðingu, eftir að eiginkona hans kom með hann á bráðamóttökuna. Hann segir að dagurinn hafi byrjað í vinnunni eins og venjulega en svo hafi hann farið að svitna og fundið fyrir miklum svima. Hann hafi svo fengið verk í handlegginn og brjóstið.

Eiginkona Jóa, Kristín Eva Sveinsdóttir, er hjúkrunarfræðingur og fór með hann beinustu leið á bráðamóttökuna eftir að hann lýsti einkennunum fyrir henni. Þegar Jói hafði verið skoðaður var hann keyrður með hraði í sjúkrabíl upp á Landspítala, þar sem hann gekkst undir aðgerð aðeins nokkrum mínútum síðar.

Jóa er þakklæti til heilbrigðisstarfsfólks efst í huga. „Þó svo sjúkrahúsin séu full og mikið álag fannst mér eins og ég væri eini sjúklingurinn,“ skrifar hann á Instagram. „Tveimur tímum eftir að ég fann fyrir verkjum var ég búinn í bráðaaðgerð. Þurfti að fara í hjartaþræðingu og var CX æðin 100% stífluð sem er víst ein af þessum stóru aðal æðum.“

Jói ber sig vel þrátt fyrir að vera nýbúinn í hjartaþræðingu og segist fljótlega verða kominn aftur í daglega rútínu. Hann vinnur þessa dagana að opnun nýs veitingastaðar sem hefur fengið nafnið Felino. Hann segir að þar sé frábært starfsfólk sem muni sjá um allt saman á meðan hann nái sér að fullu.

„Takk fyrir allar kveðjurnar. En ég held að við ættum að þakka mest okkar frábæra heilbrigðis fólki,“ segir Jói að lokum.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.
Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -