2019 | Birtingur útgáfufélag ehf | k.t. 620867-0129 | VSK.nr 11788 | Síðumúla 28 | Allur réttur áskilinn. Notkun á efni miðilsins er óheimil án samþykkis.

Jömm leiðréttir misskilninginn: „Þessi hafragrautur er rangmæðraður“

Nýr hafragrautur frá Sóma hefur vakið athygli á samfélagsmiðlum sökum þess að umbúðirnar minna margt fólk á vörumerki Jömm.

 

Umbúðir nýja Sóma-grautsins minna svo mikið á umbúðir Jömm að hamingjuóskum hefur rignt yfir eigendur og starfsfólk Jömm.

Á Facebook-síðu Jömm hefur misskilningurinn verið leiðréttur.

„Við þökkum allar hamingjuóskirnar sem okkur hafa borist vegna meintrar fjölgunar en verðum sem betur fer að tilkynna að þessi hafragrautur er rangmæðraður og ekki frá okkur kominn,“ segir meðal annars færslunni sem sjá má í heild sinni hér fyrir neðan.

AUGLÝSING


Vakin er athygli á málinu á Facebook-síðunni Markaðsnördar. Þar benda margir á að hönnunun á umbúðum Sóma-hafragrautsins minnir einnig á vörumerki Oatly.

Svona líta umbúðirnar út hjá Oatly.

Þess má geta að Jömm er veitingastaður sem framleiðir vegan rétti götumatarstíl.

Lestu meira

Annað áhugavert efni

Nýjast á Mannlíf.is

Nýjast á Gestgjafanum