Laugardagur 20. apríl, 2024
8.1 C
Reykjavik

Jón Ársæll dæmdur vegna viðtals í Paradísarheimt – Konan lagðist gegn birtingu

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Sjónvarpsmaðurinn góðkunni, Jón Ársæll Þórðarson, var á föstudaginn í Landsrétti dæmdur til að greiða konu 800 þúsund í miskabætur vegna viðtals sem hann tók við hana. Um er að ræða viðtal sem birtist í þáttunum Paradísarheimt. RÚV greinir frá málinu.

Öll nöfn voru fjarlægð úr birtum dómi Landsréttar. Lögmaður konunnar staðfesti þó málið við fréttastofu RÚV.

Þrjár þáttaraðir voru gerðar af Paradísarheimt. Konan var viðmælandi í annarri þáttaröðinni. Þetta er í annað sinn sem viðmælanda úr þáttaröðinni eru dæmdar bætur.

Í þáttaröðinni þar sem konan kom fram voru viðmælendurnir fangar eða fyrrverandi fangar. Í þáttunum var þeim gefið tækifæri til þess að segja sögu sína sjálfir. Samkvæmt úrskurði dómsins var það sem fram kom í þættinum að miklu leyti eitthvað sem flokkaðist undir viðkvæmar persónuupplýsingar.

Konan samþykkti upphaflega að veita viðtal og að það yrði birt í sjónvarpi. Áður en þátturinn sem konan kom fram í var sýndur hafði hún hins vegar sent Jóni Ársæli tölvupóst. Í honum afturkallaði hún samþykki sitt og spurði: „Er hægt að taka mig út úr þessu? Hvenær átti þetta annars að koma?“

Fyrir dómnum staðfesti Jón Ársæll að hafa móttekið tölvupóstinn en sagði jafnframt að hann hefði ekki skilið fyrirspurnina þannig að í henni fælist ósk um að vera tekin út úr þættinum.

- Auglýsing -

Í dómnum kemur fram að Landsréttur meti málið sem svo að ekki hafi legið fyrir skýrt og ótvírætt samþykki konunnar fyrir vinnslu persónuupplýsinga hennar með birtingu efnisins.

Jón Ársæll sagðist fyrir dómnum ekki muna hvort hann hafi hringt í konuna eftir að hafa móttekið tölvupóst hennar.

Kæran náði einnig til RÚV og Steingríms Jóns Þórðarsonar, en rétturinn taldi að sýkna ætti báða aðila. Var það gert á þeim grundvelli að aðeins Jón Ársæll hafi haft vitneskju um tölvupóstinn frá konunni.

- Auglýsing -

Þetta er í annað sinn sem viðmælandi úr Paradísarheimt fær bætur. Gyða Dröfn Grétarsdóttir stefndi RÚV og Jóni Ársæli vegna viðtals sem birtist við hana í þáttunum, sem hún hafði óskað eftir að yrði ekki sýnt. Henni var dæmd ein milljón í bætur vegna málsins.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -