Föstudagur 19. apríl, 2024
2.1 C
Reykjavik

Jón hrökk í kút í viðskiptum við póstinn: „Ég er löngu búinn að gefast upp“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Jón Ólafur Björgvinsson hefur fengið nóg af okri póstþjónusta, bæði hérlendis og erlendis. Sjálfur býr hann í útlöndum og telur sig einfaldlega hafa verið rændan við að senda jólagjafir ættingja sinna til Íslands.

Jón segir frá reynslu sinni í fjölmennum hópi Íslendinga á Facebook sem búsettir eru erlendis. Þar segir hann:

„Kæru landar! Gleðileg tolla og póstburðar-okur jól. Það er óþolandi óréttlæti að móttakandi jólagjafa þurfi gegnum ríkisrekna fjárkúgun að greiða toll af jólagjöfum og ofan á allt verða rændur hjá bæði PostNord og Íslandspósti með himinháum einokunar póstburðargjöldum. Það kostar oftar en ekki meira undir pakkana en það sem þeir innihalda,“ segir Jón og heldur áfram:

„Að fá kröfu um að borga toll fyrir að fá að taka á móti jólagjöfum er ekkert annað en fjárkúgun og ríkisrekinn dónaskapur, en þetta óréttlæti virðist ganga yfir alla Íslendinga heima á klakanum góða, sem og yfir þá sem búa á hinum Norðurlöndum. Og gildir þetta jafnt um jóla- afmælis- og fermingargjafir og fleira. Ofan á allt bætast síðan við himinhá einokunar póstburðargjöld sem oft yfirstíga verðið á gjöfunum í pakkanum.“

Fjölmargir Íslendingar taka undir orð Jón og furða sig á hárri verðlagningu póstsins. Sigurbjörg er ein þeirra. „Mér finnst yndislegt að gefa gjafir en nú er búið að taka það frá mér með OFURTOLLUM,“ segir Sigurbjörg. Ester er á sama máli. „Já, það er ótrúlegt okur bæði hjá tollinum og póstinum og hrikalega léleg póstþjónusta!!!! Vildi óska að þetta breytist til batnaðar,“ segir hún.

Rut tekur undir með þeim. „Þetta er endalaus barátta sem hefur fyrir löngu tekið alla ánægjuna af því að fa gjafir í póstinum,“ segir Rut.  Það gerir Þórunn líka. „Ég er löngu hætt að taka þátt í þessu bulli…við sendum peninga á milli og fáum aðra til að kaupa gjafir í heimalandinu í stað þess að láta póstinn taka sig í þurrt@#%%,“ segir Þórunn ákveðin.

- Auglýsing -

Jarþrúður getur þetta ekki lengur. „Ég er löngu búinn að gefast upp. Hætt að senda.“ Á sama tíma er Eygló búin að finna svarið við þessu. „Ég skrepp til Íslands í “jólaferð” í nóvember og flyt pakka fram og til baka. Held ég hafi oftast komið út í gróða miðað við að senda,“ segir Eygló.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -