Sunnudagur 3. desember, 2023
1.1 C
Reykjavik

Jón Gnarr íhugar að yfirgefa Twitter: „Jæja, endalok twitter bara að verða að raunveruleika“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Ekki eru allir ánægðir með nýja eiganda Twitter, furðufuglinn og ríkasta mann heims, Elon Musk. Jón Gnarr er einn af fjölmörgum óánægðu tvíturum.

Jón Gnarr ef afar vinsæll á Twitter en þar hefur hann birt ýmsar vangaveltur, hugmyndir, spé og spekúlasjónir við mikla hrifningu fylgjenda hans á samfélagsmiðlinum. En í dag hefur Jón birt röð færsla á Twitter þar sem hann veltir fyrir sér að yfirgefa Twitter. Ástæðan eru kaup Elon Musk á miðlinum.

„jæja, endalok twitter bara að verða að raunveruleika. kynntist sósíals fyrst á irkinu. kolféll fyrir facebook 2010. svo twitter. fer nú varla að byrja á tik tok núna. verð kannski sona google plus kall. eða fer bara að einbeita mér að vinnu og bulla í barnabörnum“

Stuttu síðar skrifar Jón: „get kannski tjáð mig bara á youtube? skoða þetta!“ og litlu síðar birti hann eftirfarandi færslu:


Að lokum birtir Jón færslu frá Elon Musk og skrifar við hana: „hann er búinn að staðfesta þetta.“ Í færslu Musk er milljarðamæringurinn að tilkynna breytingar á Twitter. „Twitter’s current lords & peasants system for who has or doesn’t have a blue checkmark is bullshit. Power to the people! Blue for $8/month.“

Þetta þýðir að nú þarf fólk að borga 1.165 kr (á gengi dagsins í dag) á mánuði fyrir notkun á bláa merkinu sem staðfestir að þú sért sá sem þú segist vera. Hefur þessi ákvörðun mætt gríðarlega mikilli andstöðu notenda Twitter en margir þeirra segjast ætla að hætta á miðlinum.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -