Þriðjudagur 28. mars, 2023
-2.2 C
Reykjavik

Jón Gnarr líkir víkingum við ISIS-liða: „Þessi samlíking er ekki góð“

Helgarviðtalið

- Auglýsing -

Orðrómur

- Auglýsing -

Jón Gnarr, grínisti og fyrrum borgarstjóri Reykjavíkur, líkir víkingum fyrri tíma við ISIS-hryðjuverkamenn nútímans.

Grínistinn Jón Gnarr er duglegur að pósta sögum, pælingum og ýmsu öðru á samfélagsmiðlinum Twitter. Vekja færslur hans að jafnaði mikla lukku og oftar en ekki skapast skemmtilegar og oft á tíðum áhugaverðar samtöl við færslurnar.

Nýlega skrifaði hann stutta en nokkuð hnitmiðaða færslu sem fær fólk til að hugsa.

„ef ég hugsa um eitthvað í nútímanum sem gæti verið svipað eða sambærilegt við víkingana þá dettur mér helst í hug ISIS“

Kristján nokkur svaraði Jóni og kallaði færsluna skot í myrki.

„Sko allt í lagi að flegja hlutunum fram en þessi samlíking er ekki góð þegar er skoðuð trúar hliðin, hvernig valdhafar eru valdir og bara basiclly allar grunnstoðirnar. En annar bara gott skot í myrkri. Og það voru verkfræðingar sem höfðu óvenjulega margir í ISIS en ekki bændur.“

- Auglýsing -

Jón svaraði að bragði og sýnir Kristjáni fram á tengsl ISIS við bændasamfélagið með hlekk á frétt sem staðfestir tengslin og skrifaði: „tengsl ISIS við floftslagsbreytingar, landbúnað og bændur“

Fyrrum fjölmiðlakonan og fjallagarpurinn Karen Kjartansdóttir tjáði sig einnig við færsluna og snéri umræðunni svolítið frá víkingunum:
„Ég hugsa alltaf um talibana eða isis þegar ég hugsa um siðaskiptamenn.“

Þessu svaraði Jón og tók undir með Kareni. „stúlkur fengu tilsögn og kennslu í klaustrunum. eftir siðaskipti var stúlkum bannað að mennta sig td“

- Auglýsing -

Karen svaraði fljótlega: „Einmitt, og stofnanir samfélagsins voru eyðilagðar. Klaustrin geymdu æðri þekkingu og höfðu hlutverk mennta-, og sjúkrastofnana og þar gátu konur haft völd. Með siðaskiptum dró úr almennu læsi, staða kvenna versnaði svo eitthvað sé nefnt.“

„rannsóknir Steinunnar Kristjánsdóttur staðfesta þetta,“ svaraði þá Jón og bætti við „Meistari Steinunn.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.
Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -