Fimmtudagur 22. september, 2022
9.1 C
Reykjavik

Jón Hjaltason afar ósáttur við Ingu Sæland: „Ekki ræðandi við þetta fólk – Þannig að við bíðum“

Helgarviðtalið

- Auglýsing -

Orðrómur

- Auglýsing -

Nú er vitað að ekkert varð af boðaðri heimsókn forystufólks Flokks fólksins til Akureyrar um helgina; en karlmenn sem sátu á lista flokksins í sveitarstjórnarkosningum á Akureyri í vor hafa farið fram á að beðist sé afsökunar á ásökunum á hendur þeim.

Þetta kemur fram í frétt RÚV.

Inga er góður gítarleikari.
Inga Sæland.

Formaður Flokks fólksins, Inga Sæland, hafði boðað heimsókn sína til Akureyrar um helgina, í ljósi þeirra ásakana þriggja kvenna á hendur karlmönnum innan flokksins þar á bæ.

Sögðust konurnar meðal annars hafa verið lítilsvirtar og hunsaðar af ónefndri karlaforystu flokksins sem og aðstoðarmönnum þeirra.

Sagnfræðingurinn – góðkunni – Jón Hjaltason, skipaði þriðja sæti á lista flokksins í vor. Og hann segir:

„Núna boðar hún komu sína norður og kemur svo ekki en býður okkur aftur, eða boðar okkur, með örskömmum fyrirvara að koma til fundar við hana og þau í Reykjavík núna á eftir. Því boði hef ég hafnað,“ og telur engan vafa leika á því að ásakanirnar beinist gegn honum og Brynjólfi Ingvarssyni oddvita flokksins. Hann segist hafa óskað eftir að koma til fundar með forystu flokksins þegar ásakanirnar komu fram, en að því hefði verið hafnað:

Brynjólfur Ingvarsson geðlæknir.
- Auglýsing -

 

„Þá komst ég að þeirri niðurstöðu að það væri ekki ræðandi við þetta fólk fyrr en það hefði dregið til baka allar ásakanir á hendur okkur opinberlega og beðist afsökunar.“

Jón sagnfræðingur segir þöggun ríkja nú um mundir hvað varðar þetta eldfima mál:

- Auglýsing -

„Það er bara þögnin enn þá, þannig að við bíðum.“

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.
Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -