Föstudagur 25. nóvember, 2022
7.1 C
Reykjavik

Jón segir Íslendinga ekki ráða landamærunum: „Er ekki mál til komið að við tökum sjálf stjórnina?“

Helgarviðtalið

- Auglýsing -

Orðrómur

- Auglýsing -

Jón Magnússon, hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi þingmaður, vill að Íslendingar taki aftur stjórnina á landamærum landsins og hætti að freista fólks til að koma hingað. Félagsleg að stoðin sé hreinlega orðin svo ríflega og löggjöfin svo vitlaus að of auðvelt sé fyrir ólöglega innflytjendur að koma hingað.

Tilefni nýjasta pistils lögmannsins á heimasíðu hans eru opnun nýrrar fjöldahjálparstöðvar Rauða krossins. Að mati Jóns stjórnum við ekki lengur landamærunum okkar og erum komin í algjörar ógöngur í málefnum hælislætenda.

Hér fyrir neðan má sjá hvað Jóni finnst um málefni flóttafólks á Íslandi:

 

„Stjórnvöld hafa ekki nein úrræði varðandi móttöku ólöglegra innflytjenda og raunverulegra hælisleitenda. 

Ástæða þess, að við erum lent í þessum ógöngum varðandi hælisleitendur er margþætt. Við stjórnum ekki lengur landamærunum heldur höfum fórnað þeirri yfirstjórn á grundvelli Scengen samstarfs, sem við ættum sem fyrst að segja okkur frá. 

- Auglýsing -

Í annan stað er íslensk löggjöf í málefnum útlendinga og flóttafólks svo og félagsleg aðstoð við þá svo vitlaus, að auðveldara er fyrir ólöglega innflytjendur að koma til Íslands en allra annarra landa í Evrópu. 

Í þriðja lagi er félagslega aðstoðin hér svo rífleg, að hún freistar fólks að koma hingað. 

Í fjórða lagi þá er nánast engum vísað úr landi þó hann sé hér ólöglega og úrskurðir og jafnvel dómar hafi gengið í þá áttina. Þeir sem hafa verið úrskurðaðir eða dæmdir til að fara  halda áfram að vera í landinu og njóta áfram ríkisstyrkja. 

- Auglýsing -

Stefna stjórnmálaelítunnar í málefnum innflytjenda er nú algjörlega sigld í strand og fólk gerir sér í vaxandi mæli grein fyrir því hvaða afleiðingar það hefur þegar þjóð stjórnar ekki lengur landamærum sínum. 

Íslendingar hafa ekki áttað sig á því enn að útlendingastefna stjórnmálaelítunnar bitnar á fólkinu í landinu. Það kemur fram þegar fólk þarf á þjónustu lækna eða hjúkrunarfólks að halda. Það kemur fram í vaxandi húsnæðisskorti, skorti á dagheimilum og erfiðleikum við að láta alla sem hér eru njóta viðunandi skólavistar. 

Svo virðist vera sem stjórnmálaelítan hafi ekki nokkra hugsun á því að bæta lífskjör borgara þessa lands og neiti að horfast í augu við að sömu krónunni verður ekki eytt tvisvar. 

Er ekki mál til komið að við tökum sjálf stjórn á landamærunum og látum af bæði barna- og kjánaskap sem og algjöru óraunsæi í málefnum hælisleitenda.“

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.
Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -