Þriðjudagur 28. nóvember, 2023
2.1 C
Reykjavik

Jón Sigurður syngur lag fyrir látna vinkonu: „Ekkert varðveitir minningu jafn vel og músík“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Flutningur tileinkaður fallinni söngdrottningu

Í hlaðvarpsþættinum Rúntað á Rucio þessa vikuna leikur Jón Sigurður og syngur lag tileinkað vinkonu sinni, söngkonunni Matu, sem féll frá árið 2017 eftir baráttu við krabbamein. Lagið heitir Samba em preludio og er ekki valdið af handahófi en þau Matu og Jón Sigurður voru vön að syngja það saman um áraskeið. Það er eiginkona hans, Carmen Montoya Sanchez, sem syngur á móti honum að þessu sinni. 

„Ekkert varðveitir minningu jafn vel og músík,“ segir Jón Sigurður, „og þess vegna var það mér um megn að syngja þetta lag í nokkur ár, ég var meira að segja búinn að gleyma gítargripunum, en lífið heldur áfram svo það er ekki úr vegi að reyna gera eitthvað fallegt úr því sem áður var sárt.“ 

Matu, sem í raun hét fullu nafni Lúsía Gallego Ariza, bjó í bænum Almedinilla á suður Spáni og söng fyrst um margra ára skeið í dúett með Paco Pulido. Síðan söng hún í hljómsveitinni The Quiet Band frá árinu 2011 til dánardags árið 2017. Hún var jafnvíg á hina ólíkustu tónlist, og söng jazz, rokk, pop, bossa nova sem og bandaríska- og spænska þjóðlagatónlist. „Rödd hennar var sérlega falleg, mjúk og sæt, en gat líka verið römm og sterk,“ segir Jón Sigurður. „Hún var ein af þessum söngkonum sem maður heyrði í og sannfærðist um leið að einungis fólk með fallega sál gæti sungið með þessum hætti. Það er kannski ekki hægt að koma almennilega orðum að þessu enda ekki heiglum hent að lýsa englum.“

Paco Pulido, sem söng með Matu allan hennar söngferil, er jafnt tónlistar- og stjórnmálamaður og var meðal annars forseti Cordóba-héraðs, sem telur um 800 þúsúnd íbúa, yfir tvö kjörtímabil.

Lagið Samba em preludio er tvísöngur, og það samdi Baden Powell en hann var brasilískur gítarsnillingur sem ruddi, meðal annarra, leiðina fyrir bossa nova tónlistarstefnuna sem lá um víðan heim á sjöunda áratug síðastu aldar. Ljóðið við lagið orti Vinicius de Moraes en hann er oft nefndur guðfaðir þessarar tónlistarstefnu. Lagið og þessir skrautlegu höfundar þess eru til umræðu í hlaðvarpsþættinum Rúntað á Rucio á vef Mannlífar en hann birtist í kvöld. 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -