2019 | Birtingur útgáfufélag ehf | k.t. 620867-0129 | VSK.nr 11788 | Síðumúla 28 | Allur réttur áskilinn. Notkun á efni miðilsins er óheimil án samþykkis.

„Kæmi mér mjög á óvart ef ég yrði dæmdur“

„Það kæmi mér mjög á óvart ef dómari ætlar að fara að dæma blaðamann fyrir að hafa eitthvað eftir viðmælanda sínum,“ segir fjölmiðlamaðurinn Sigmar Guðmundsson í samtali við Mannlíf.

Í morgun var í Héraðsdómi Reykjavíkur tekið fyrir meiðyrðamál Jóns Baldvins Hannibalssonar gegn Sigmari Guðmundssyni, Aldísi Schram og RÚV.

Jón Baldvin krefst þess að fjórtán ummæli, sem voru látin falla í Morgunútvarpinu á Ras 2 þann 17. janúar í fyrra, verði dæmd dauð og ómerk. Í þættinum lýsti Aldís samskiptum sínum við Jón Baldvin föður sinn og Bryndísi Scrhram árið 1992. Hún bar meðal annars að hún hefði vaknað upp við kynferðislega áreitni föður síns.

Sigmar er bjartsýnn á hann verði sýknaður af málarekstrinum. „Málið hvað mig varðar er einfalt. Þetta snýst bara um það sem ég hef eftir viðmælanda mínum í óbeinni ræðu og því sem hún hafði sagt opinberlega. Það kæmi mér mjög á óvart ef ég yrði dæmdur.“

AUGLÝSING


Hvorki Jón Baldvin né Sigmar voru viðstaddir fyrirtökuna í morgun. Búast má við að aðalmeðferð fari fram á næstu vikum.

Lestu meira

Annað áhugavert efni

Nýjast á Mannlíf.is

Nýjast á Gestgjafanum